25.9.2006 | 14:52
Er Kúba málið?
Jæja. Nýr dagur. vonandi þessi verði e-ð betri en sá sem var í gær.
ég fór og lagði mig um þrjú-leytið í gær með Stefáni. Greip nokkrar íbúfen töflur til að lina sársaukann í móðurlífinu. ER alveg að gefast upp á þessum bölvuðu verkjum. Það tók langan tíma fyrir töflurnar að virka en þegar þær byrjuðu að virka, stein-rotaðist ég Ég var svo ekki vör við neitt fyrr en Stefán minn kom aftur uppí til mín og fór að knúsast í mér og kitla. Hann hafði laumað sér fram einhverntíman eftir að ég sofnaði og ég varð ekki vör við neitt. Leit á klukkuna og taldi mér trú um það að ég hefði dottað í 40-50 mín en ekki aldeilis. Klukkan var að skríða í 6!! ég hafði gjörsamlega rotast. Ég drattaðist framúr, aðeins betri í skapinu og fór að sinna krökkunum. Þær voru búnar að vera ótrúlega góðar (aldrei þessu vant). Fengum okkur að borða og chilluðum svo fram að háttatíma Sunnu.
um kl 21 kom svo Addú til mín og við kláruðum skýrsluna í eðlisfræði loksins búið. Hún fór um kl 11 og þá SKREIÐ ég upp í rúm aftur og rétt náði að smella koss á Stefán áður en ég sofnaði. Ef Þetta heitir ekki svefnsýki þá veit ég ekki hvað.!
Pabbi hringdi svo í morgun og spurði hvort ég og Stefán hefðum áhuga á að koma með Hafás.ehf í ferð til Kúbu Auðvitað langar mig til Kúbu og allt það. Einn galli....pabbi ætlar ekki að borga (sem er náttúrulega ótrúlega ósanngjarnt) og í öðru lagi....þá skýt ég ekki seðlum! En ég sagði að sjálfsögðu bara já! allavega á ég tvo frátekna miða. Svo hringdi ég í Stefán og sagði honum að ég væri BÚIN að panta ferð til Kúbu (Helga litla kann alveg klækina sko). honum fannst þetta e-ð dýrt svo ég bauðst bara til að fara ein!! en ég veit ekki afhverju en hann vildi það ekki.
Fundur verður settur í kvöld um hvort við eigum að fara eða ekki og þar sem ég þekki mig og minn mann hef ég fulla trú á því að hann samþykki þetta nota mína töfra við þetta Svo ef af þessu verður förum við 14 janúar til Kúbu.....sem passar bara akkúrat í útskriftar ferðalagið mitt
until næst.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ég held að það geti verið vont að skíta seðlum... paper cut and all!
addu (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 18:18
hef ekki reynt að skíta seðlum...og mun vonandi aldrei þurfa að prufa það ;o) Væri sennilega betra að rækta peningatré. Aðeins eitt vandamál....blóm lifa afskaplega illa hjá mér!!
Helga Linnet, 25.9.2006 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.