18.12.2007 | 12:47
Starbucks er jú ágætt.....eeeen
Fór á þetta marg-um talaða Starbucks í Hong Kong núna í nóvember. Jú, voða sætt og notalegt kaffihús, kaffið á viðráðanlegu verði, ágætt að sötra á og allt það. Mér finnst það ekkert betra/verra en mörg önnur kaffihús sem ég hef farið á hér á landi.
Það sem gerist þegar/ef Starbucks kemur hingað, er einfaldlega að rekendurnir af sjoppunni, munu okra svo svakalega á landanum (eins og 90% annarra fyrirtækja hér á landi) að maður verður tekinn í þurrt BÍB á staðnum Mig langar ekki að setjast niður á okurhús...ég meina kaffihús þar sem kaffibollinn kostar fúlgu fjár!
Ég hef heyrt að Starbucks muni aldrei selja keðjuna heldur opna nýtt hús og láta svo aðra rekstrar aðila reka það. Mér finnst það mjög sniðugt og styð það svo sem. Hinsvegar er verðið gefið frjálst og það er notað til hins ýtrasta.
Ræðir við Starbucks um opnun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
það besta við að fá starbucks er það að það skiptir engu máli hvaða dagur er eða hver er að vinna, þú færð alltaf nákvæmlega sama kaffið. það er mjög þægilegt að ganga að því vísu hvað maður er að fá, annað en það sem tíðkast á kaffihúsunum í dag.
þórunn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 13:33
Starbucks eða ekki? Ég dvaldi um skeið í sumar í kaffihúsaborginni miklu Seattle og fór á hundrað eða þúsund kaffihús þar. Ég get ekki séð að Starbucks sé neitt betra en önnur og langt í frá að vera best, ég held meira að segja að ég hafi farið í fyrsta Starbucks kaffihúsið í Seattle. Hérna á Íslandi eru mörg frábær kaffihús sem gefa Starbucks og öllum þessum keðju-kaffihúsum ekkert eftir, nema síður sé. Við látum gráðugan lýð okra á okkur undir ýmsum nöfnum eins og Dominos, KFC, TG Fridays, McDonalds, Burger King, o.s.fr. og höfum ekkert að gera með kaffiokur líka. Hvar þekkist það í hinum vestræna heimi að borga 2000 kr fyrir fjöldaframleidda drasl-pizzu eins og á Dominos á Íslandi? Fyrir sömu pizzu borgar maður 5 til 6 dollara eða 400 til 500 kr íslenskar í USA. Þetta sjúklega okur hér á við engin rök að styðjast önnur en græðgi. Fjandinn hirði þessa Starbucks hugmynd, við höfum nóg af okrurum fyrir.
Frikki (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 15:03
Ég fór til Slóveníu í nóvember líka og þar fórum við hjónin inn á pizza stað og keyptum okkur pizzu og 2 bjóra og fyrir þetta allt borguðum við 400kr íslenskar Meira að segja Slóvenía er ekki þekkt fyrir að vera ódýrust í heimi...en þetta kalla ég ekki dýrt svo ég er sammála því að það er glæpur að kaupa pizzu á 2000-2500kr hér heima. Því miður þá látum við þetta yfir okkur ganga, sama hvað það er
Helga Linnet, 18.12.2007 kl. 15:12
Eigum við Íslendingar að fara að kaupa kaffi hjá þeim er styrkja Sea Sheppard?
365, 18.12.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.