. - Hausmynd

.

Í verslunarleiðangri með þessa yngstu

Ákvað að skella mér í Po.P að versla buxur á þessa yngstu. ´ÞEg var í "sendum og sækjum" með mið-dótturina og fékk ég rétt rúman klukku tíma til þess að skjótast í Kringluna og til baka aftur áður en ég þyrfti að sækja gelgjuna. Tíminn var nýttur vel, þessari yngstu til mikillar gremju því hún þolir ekki búðir.

Við mæðgur komum í Kringluna og þar sem ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi, var ekkert að vanbúnaði en að byrja maraþonið í Po.P. Sunna var ekki alveg að meika það þarna í versluninni svo hún ákvað að fara að skoða föt á sig sjálfa. Kom með föt sem voru í flestum tilfellum hennar númer en ég sóttist eftir örlítið stærra en það sem passar akkúrat svo ég ákvað að virkja hana örlítið. Sagði henni að hún mætti skoða föt sem eru með númerinu einn - tveir - tveir (122), það væri númerið sem ég ætlaði að fá á hana núna. Hún upp veðraðist af þessu og loks fékk ég frið til að skoða mig um.

Ég hafði fundið einar buxur og eina peysu sem var á herðatré sem ég setti yfir handlegginn minn og hélt áfram að skoða. Öðru hvoru heyri ég í litlunni minni kallandi að hún hafi fundið réttu stærðina. Alltaf hljóp hún til mín til að sýna mér viðkomandi flík og svo eins og flest börn gera, þá nuddaði hún sér alltaf utan í mig þegar hún kom en svo var hún farin aftur. Ég veitti þessu enga sérstaka athygli þar sem ég fékk allavega frið fyrir nöldri um að nenna ekki búðarrölti.

Loks kom að því að ég var tilbúin til að fara á kassa, fann 2 buxur, 2 peysur og 1 pils sem ég var til í að versla á stelpuna. Mér fannst þetta ágætis árangur en fötin voru ískyggilega þung svona þegar á hólminn var komið. Á kassa slengdi ég öllum fötunum og sá þá mér til skelfingar að í hvert sinn sem stelpan kom til að sýna mér réttu stærðina, þá hengdi hún viðkomandi flík á herðatréshankann á peysunni sem ég fann í upphafi verslunarinnar. Á þetta herðatré hafði hún hengt ca 2 pils, 4 peysur, 3 buxur og 1 legging. Allt í einu stóð ég eins og álfur við kassann eins og lifandi herðatré!! Vandræðaleg baðst ég afsökunar og vildi fá smá stund til að greiða úr flækjunni með dóttir minni.

Ég sá þá að þetta voru mistök að leita sjálf af fötum á stelpuna, átti bara að segja henni strax að finna föt og koma með þau til mín og á meðan hefði ég geta setið hin rólegasta og lesið blöðin.

Við mæðgur komumst að samkomulagi um hvað af ÖLLU þessu fatafargi skyldi keypt. Hún var samt ekki alveg nægilega sátt þar sem hvergi voru Barbie buxur í þessari flóru svo við sömdum um 2 buxur, 2 peysur og 1 pils og að við færum í Hagkaup og fyndum Barbie buxur.

Í Hagkaup skunduðum við svo og þar fundum við fínar Barbie gallabuxur og eina Barbie peysu. Hamingjusöm prinsessa sofnaði svo í rúminu sínu í kvöld, hlustandi á Skilaboðaskjóðuna í hljómtækjasamstæðunni. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á örugglega HELLING af mjög lítið notuðum fötum á dömuna :)

DA (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband