. - Hausmynd

.

Drama queen í ham

Drama queen kom heim eftir vinnu í gær um miðnætti. Tilkynnti mér það að hún þyrfti að vera mætt í skólann kl 8:00. Ég sagði við hana að ef hún vildi vera mætt á réttum tíma, þá yrði hún gjöra svo vel að aðstoða mig með systurnar um morguninn. Hún spurði þá klukkan hvað væri best að vekja þær og ég sagði að 7:00 væri æskilegt svo hún samdi um 7:05. Já, ekkert mál sagði ég.

Á slaginu 7:05 kom hún inn til mín til að vekja litla flóttamanninn sem hafði farið úr sínu rúmi yfir í flóttamannabúðirnar (okkar rúm). Ég ákvað að láta ekki á mér standa og fór frammúr.

Á nokkrum mínútum var Drama queen búin að klæða litlu systur sína, gefa henni morgunmat og greiða ásamt því að koma gelgjunni frammúr og koma henni í skilning um það að hún verði að hafa sig alla við til þess að verða ekki skilin eftir. (það er nóg fyrir hana því hún nennir engan veginn að labba í skólann) og til að toppa það, þá hafði hún vaknað mjög snemma til þess að fara í sturtu og vera búin að borða áður en ballið byrjaði. Shocking

Ég var rétt búin að gera mig klára þegar ég heyrði í Drama queen kalla yfir húsið; "5 mínútur í brottför". Í hendingskasti lít ég á klukkuna og þá var hún nákvæmlega 7:35 en þá átti ég eftir að hræra mér einhvern hollustudrykk og taka með mér hádegisnesti svo ég mátti hafa hraðann á svo ÉG yrði ekki skilin eftir. W00t

Þetta finnst mér mjög merkilegt allt saman því hún hefur ekki viðurnefnið "Drama queen" fyrir ekki neitt og hefur verið talin hressari seinnipartinn eða jafnvel á næturnar en hún er á morgnana svona yfir höfuð.

Það er allavega mjög jákvætt að hún taki skólann sinn alvarlega og vilji mæta á réttum tíma. Hún nefndi það við mig í byrjun annar að þessa önnina ætlar hún að ná 100% mætingu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Ósk um betra blogg

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Eitthvað lík mérer ansi löt á morgnana en hefur lagast með aldrinumkv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Það er algerlega ómetanlegt að eiga svona STÓÓÓÓRAR STELPUR...... Þær geta gert kraftaverk Og litlu eru náttúrlega líka stórkostlegar. Þetta gengi ekki án þeirra.

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 9.1.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband