. - Hausmynd

.

Mannþekkjarinn ég

Ég er svo ótrúlega góð að muna andlit og nöfn og allt það....eða EKKI!! Oftar en ekki hefur mér fundist ég þekkja fólk og svo ekki gert það og svo hefur líka komið fyrir að ég hef strunsað framhjá fólki sem ég þekki mjög vel, án þess að heilsa!! sumir verða móðgaðir og aðrir ekki.

En fyrir nokkrum árum síðan var ég á gangi í Kringlunni og hitti þar manneskju sem ég þekkti. Hugsaði með mér hvort ég ætti að stoppa hana og heilsa eða hvort ég á að labba framhjá. Ég vel oftast síðar nefndu leiðina en ákvað að taka rögg á mig og heilsa að fyrra bragði. Ég ákvað að heilsa og viðkomandi manneskja heilsar mér, hægir á sér, fannst samt eitthvað skrítið hvað mér fannst ég þekkja konuna (mundi ekki nafnið, frekar en fyrri daginn) en samt fannst mér að ég ætti ekki að þekkja hana.

Við vorum báðar mjög vandræðalegar yfir þögninni sem myndaðist eftir að við heilsuðum en svo þar sem hvorug okkar sýndi frumkvæði á að starta umræðuefni (svona fyrir utan blessuðu blíðuna) kvöddumst við aftur. Þetta fannst mér samt allt mjög undarlegt en ákvað að hrista þessa hugsun í burtu því ég mundi ekki nafnið á viðkomandi manneskju eða hvernig við ættum að þekkjast.

Um kvöldið sama dag áttaði ég mig loks hver manneskjan var.....

Þetta var bara Elín Hirst fréttaþulur W00t

Eftir þetta ákvað ég að vera ekki að heilsa af fyrra bragði...héðan í frá verður viðkomandi að heilsa mér af fyrra bragði svo ef ég heilsa ekki....ekki vera móðguð....sýnið þið frumkvæði...ætla ekki að láta svona nokkuð koma fyrir mig aftur Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHAHA ÉG TOPPA ÞETTA !!!!!!!!

DAVÍÐ ODDSSON ;)

DA (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 21:39

2 identicon

Hehehe ég hef nokkrum sinnum verið nálægt því að gera þetta en sem betur fer alltaf áttað mig á síðustu stundu ;)

Margret frænka (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 08:26

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.2.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Móðir mín er andlitsblind.
Hún var í London fyrir nokkrum árum síðan, gekk niður tröppur í vöruhúsi og heilsaði manneskju á leiðinni niður sem hún kannaðist við. Þegar hún var komin niður stoppaði hún og hugsaði.. ég þekki engan hér!? Svo hún gekk upp tröppurnar og sá þar spegil frá lofti niður í gólf... hún heilsaði sjálfum sér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband