20.2.2008 | 14:04
Deildu ekki við dómarann!
Það átti að vera myndataka í leikskólanum hjá Sunnu litlu í dag. Þetta vissi ég í byrjun mánaðarins og ákvað að undirbúa hana undir þessa myndatöku því ég vissi að ef hún grípur eitthvað í sig, þá er henni ekki aftur snúið, þvílíkur þrákálfur sem hún er.
Ég vissi alveg hvað klukkan sló hjá minni þegar hún benti mér á það að hún færi ekki í neina asnalega myndatöku. Sama hvað ég reyndi að rökræða við hana, þá gaf hún sig ekki, ætlaði sko EKKI að vera með á myndinni og hvað þá fara í einstaklings töku!
Svona gekk þetta í 2 vikur og alltaf var sama svarið, ÆTLA EKKI AÐ FARA. Svo ákvað ég að reyna aðra leið. Hún VÆRI að fara og spurning um fataval. Lét það líta út voða spennó að nú væri hún að fara í myndatökuna og ég ætlaði sko að greiða henni voða flott og allt það.
Skyndilega snéri hún uppá sig, gekk inn í herbergið sitt, opnaði fataskápinn og sagðist geta farið í þessa myndatöku ef hún fengi að fara í þessum kjól
Ég leit á kjólinn, sem er sparikjóll og með uppgjafartón gafst ég upp og sagði að hún mætti fara í þessum kjól með því skilyrði að hún myndi BROSA og vera góð í myndatökunni. Þetta var díll.
Í morgun vaknaði hún spræk, tilbúin til að fara í kjólinn en ég ákvað að reyna að rökræða örlítið við dömuna um annan klæðnað en hún stóð fast við sinn keip....ekki í annan...þetta er kjóllinn.
Hún fór í kjólinn, ég greiddi henni og glöð hélt hún af stað í leikskólann, klædd í sínu fínasta pússi.
Og svo er sagt að ÉG sé þrákálfur....döööh...held ekki
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Hún veit hvað hún vill
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 14:37
Ekki ólík Alexöndru Von Athenu frænku sinnihún er þrákálfur eins og Sunna þín og ef hún tekur eitthvað í sig,þá er ekki aftur snúið.því miður.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:58
Úpps gleymdi-þetta er flott mynd af Sunnu prinsessuni þinni og kjóllin bara smartkv.linda frænka
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:00
Takk fyrir bloggvináttu frænka góð. Það verður gaman að fylgjast með blogginu þínu.
, 23.2.2008 kl. 01:05
Bestu kveðjur og góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.