24.2.2008 | 11:45
Til hamingju stelpur með daginn :)
Ég fór að velta því fyrir mér á hvaða tímapunkti ég breyttist úr stelpu í konu. Eða er ég kannski enn stelpa? Ég man ekki eftir einhverjum skilum þarna á milli svo ég lít enn á mig sem unga stúlku. Jú, vissulega er ég þriggja barna móðir...og börnin eldast hratt...allavega hraðar en ég!! Ég þver tek fyrir að horfa á mig sem konu...því orðið kona finnst mér eiga bara við mömmu og KONUR á þeim aldri
Annars sváfu litlu systkinin mín hjá mér í nótt. Litla skottið sem er 3 ára var himin lifandi að fá að gista hjá mér sem mér fannst bara æði. Sunna og Guðrún ná rosalega vel saman þrátt fyrir 2 ára aldursmun á milli þeirra. Logi var hinsvegar ekki eins kátur, vill bara vera heima og hvergi annarstaðar. En svona er þetta bara, drengurinn kominn langt á 13 ár svo ég skil hann alveg fullkomlega.
Í morgun heyrði ég svo í litlu skottunum þegar þær vöknuðu. Vissi það að Stefán minn þurfti að fara í vinnuna og vera mættur 7:30 í morgun svo hann var farinn. Ég ákvað að leyfa stelpunum litlu að vekja mig, nennti ómögulega fram strax. Næsta sem ég viss var að ég vaknaði við koss frá manninum mínum. Spurði mig hvort ég ætlaði að sofa í allan dag. Ég leit í örvæntingu á klukkuna og sá mér til mikillar gremju að hún var ekki einu sinni orðin NÍU Ég ákvað samt að dröslast frammúr og það sem mætti mér í eldhúsinu var hlaðborð af girnilegum kræsingum og stór blómvöndur. Þessi elska skaust heim úr vinnunni, kom við í bakaríinu og blómabúðinni og eins og öll hin árin á undan, þá skildi hann hinar dömurnar ekki útundan og þær fengu sína rósina hver.
Um leið og allir voru komnir að matarborðinu og farnir að háma í sig kræsingar, þurfti hann að fara aftur í vinnu.
Það er nóg að gera hjá mér í dag við að sækja og senda litla grislinga (og hunda) og svo var ég víst búin að lofa DA uppkasti af búðinni...svo það þarf víst að spýta í lófana ef ég á að ná öllu í dag áður en ég skelli mér á æfingu í kvöld.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:21
Til hamingju með... manninn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 13:11
Vá, flott hjá þínum!!
Í sambandi við hitt.... ég var ekki einu sinni búin að skipta yfir í konu frá stelpu, þegar ég fyrir þremur árum var kölluð kelling, af ungum nýstúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut. Þá vorum við á Krít og þessi hópur með okkur á hótelinu, og ég vinsamlegast bað drengina um að þurrka örlítið af sér eftir að þeir kæmu úr sundlauginni og áður en þeir hlypu inn á restaurantinn (og barinn) á hótelinu, þar sem við værum með lítil börn sem myndu auðveldlega renna til í bleytunni á gólfinu eftir þá. Stuttu seinna heyrði ég einn drenginn kalla til félaga sinna: "Hey, gaurar, kellingin þarna í rauða bikiníinu var að segja okkur að þurrka aðeins af okkur" (!!!!!)
Lilja G. Bolladóttir, 26.2.2008 kl. 00:31
Flott hjá þínum
Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 21:29
Gaman að lesa bloggið þitt . Þú varst nú agalega krúttlegt stelpuskott þegar ég passaði þig þegar þú varst á aldur við hana littlu systur þína Helga mín.
, 27.2.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.