. - Hausmynd

.

Á bjargi byggði hygginn maður hús

já, í IKEA fórum við til að sjá herlegheitin. Brautin annaði ekki einusinni þá sem ætluðu að bara að kíkja á IKEA! Allstaðar traffík og það á sunnudegi Óákveðinn. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað það er brýn nauðsyn að ég klári byggingatæknifræðinginn og fer í umferðar og skipulagsmálin í stórborginni Hissa. Ég hefði vilja sjá þetta eins og er í Þýskalandi. Þar eru engar "krossroads" heldur einfaldlega AFREINAR og svo FRÁREINAR....og þær skara ekki neitt fyrr en "löngu síðar". Anyway, þá stóðu einhverjir strák-ræflar við IKEA og reyndu að beina bílum í laus stæði. Ég er ekki viss um að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera almennt séð þar sem við fórum ekki eftir þeirra bendingum og beygðum í allt aðra átt en allir hinir. Þar fundum við MÖÖÖÖÖÖRG stæði og það gjörsamlega fyrir utan dyrnar. Svo leit maður þangað sem strákarnir voru að benda og sá að þeir beindu bílum upp á moldarflag í þessari líka ausandi dembu. Bílarnir voru skemmtilega drullugir og aumingja fólkið sem þurfti að vaða drulluna í sunnudagaskónum Fýldur. Ég var voða fegin að hafa hundsað drengina og farið í fínt stæði við innganginn.

Stemmingin var góð í versluninni. Ég var samt smá stund að átta mig á hvernig þetta var upp byggt. Komst svo að því hratt og örugglega að þetta var nákvæmlega eins og á gamla staðnum nema bara í "aðeins" stærri mynd.  Þeir fá alveg lof í lófa fyrir snyrtilega búð en svo langt frá því búð sem maður "skreppur" fyrir einn pakka af kertum eða svo. En það var því nú heldur ekki að flagga á gamla staðnum og meira að segja nýi staðurinn gæti verið skárri upp á það að gera.

Þegar ég fór upp með rúllustiganum með H.Sunnu mér við hlið, Stefán og Söndru Dís fyrir neðan áttaði ég mér á því að það þýddi ekki mikið að snúast hugur. Ég fann engan rúllustiga niður aftur. Mér fannst þetta verulega skrýtið og fór að spá í þessu, sér í lagi þar sem krakkalandið var á neðri hæðinni. Ég hefði ekki treyst mér til þess að skilja hana eftir niðri og vera rétt komin í rúllustigann þegar kallað yrði í kallkerfið um að Sunna óskaði eftir foreldrum sínum aftur, sá það alveg fyrir mér að þurfa að hafa með mér rúlluskauta svo ég gæti skautað alla leiðina niður aftur!!!! Eftir því meira sem ég pældi í þessu fékk ég gæsahúð við tilhugsunina og ákvað á þeirri mínútu að senda aldrei barnið í krakkalandið fyrr en ég væri búin að losa mig við 200kíló eða svo og orðin gríðalega góð á rúlluskautum Fýldur. Mér var svo litið fyrir aftan mig eftir allar þessar hugsanir og sá svo lyftu sem fór niður á fyrstu hæðina Brosandi. Svo í kjölfarið áttaði ég mig líka á því að auðvitað heimsækir fólk IKEA sem eru í hjólastól og þeir hjóla sér ekki beinlínis í stigann Skömmustulegur.  Þetta var mun skárra. Fór með opnu og jákvæðu hugarfari í gegnum búðina og svo kom að því að fara niður.....en þá var bara trétrappa niður Óákveðinn. Ég svosem leitaði ekki eftir lyftunni en ég á stundum erfitt með tröppur, sérstaklega þegar ég er slæm af gigtinni en hugsaði svo til þeirra sem hefðu verslað sér e-ð skemmtilegt uppi og þyrftu að rogast með það niður. Sá engar kerrur sem fólk hefði geta gripið.....en ef svo hefði verið (og gæti alveg hugsast að sé án þess að ég hafi veitt því sérlega athygli) þá er ég ekki að sjá að ein lítil lyfta anni fleiri hundruð manns á klukkutíma upp og niður Fýldur.

Þetta eru náttúrulega bara pælingar og svona pælingar fljúga í gegnum höfuðið á manni, sérstaklega þegar maður hefur gríðarlega mikinn áhuga á hönnun og byggingum Glottandi. Ég er líka hand viss á því að 80% gestanna í IKEA hafi ekki pælt mikið í þessu yfir höfuð, frekar haft meiri áhuga á dótinu sem var selt þarna.....eða ég vona það....vegna þess að ég man ekki eftir neinu sérstöku í þessari búð annað en að það var búið að hengja átta alveg eins sófasett á vegginn upp með rúllustiganum og hugsaði þá til þess að það er eins gott að það hafi verið reiknað rétt út burðarþolið á veggnum fyrir alla þessa sófa, sérstaklega þar sem þetta var einn af burðarveggjum hússins Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

28 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband