18.10.2006 | 17:45
Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri.....
já, maður er eins og þeytipíka þessa dagana.
Sandra Dís er búin að vera inn og út á hjá þessum læknum upp á síðkastið. Á morgun kemur það í ljós hvort þarf að leggja hana inn á Barnaspítalann eða hvort lyfið hafi virkað á hana sem skyldi. Það hefur ekki litið neitt sérlega vel út. Hún er búin að vera á sýklalyfjum núna í 5 daga og er enn að kveinka sér . Sumir dagar hafa verið þannig að ég skepp í skólann sem er upp á Höfða og hendist svo á Álftanesið og sæki Dísina fögru, fer með hana inn í Reykjavík, ýmist á Landspítalann, Borgarspítalann eða læknastöðina í Glæsibæ. Hendist svo heim með hana aftur og skila henni í skólann. Fer svo sjálf aftur í skólann upp á Höfða og svo eftir skóla beint í vinnuna í Hafnarfirði og svo heim aftur að sækja Sunnu og athuga heilsuna hjá Dísinni . Svo oftar en ekki ef ég er ekki að fara að læra fer ég í blakið. Það er reyndar á Álftanesinu svo það er ekki langt að fara. Ég skal alveg viðurkenna það að allur þessi þeytingur fram og til baka gerir það að verkum að ég er bara orðin nokkuð lúin og blakið klárar gjörsamlega alla orku. Nú er ég að fara að taka þátt í fyrsta móti vetrarins og verður það haldið í íþróttahúsinu í Garðabæ. þetta kallast víst Stjörnumót og er rosalega gaman að taka þátt í þessu. Veit að ég hef nóg að gera og heimilisverkin......hvað er það!!! Stefán minn er svo yndislegur að hann hefur reynt hvað hann getur til að létta á mér líka. Það er alveg farið að íhuga það á þessu heimili að fá sér manneskju heim sem kemur 1-2 í mánuði og gerir einhver húsverk.
Er einhver sjálfboðaliði (fær greitt að sjálfsögðu)?????????
Þarf að hlaða batteríin fyrir morgundaginn........
Helga þeyti......
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
27 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.