. - Hausmynd

.

sársaukinn

Ég vissi ekki að væri til svo mikill sársauki að manni finnst maður ekki standa uppréttur á eftir.

Þannig hefur mér liðið undanfarna 6 daga. Hnúturinn í maganum virðist ekkert ætla að minnka. Ég veit að það er ekki hægt að forðast dauðann en þegar svona ungt fólk eins og fósturfaðir minn var, þá finnst manni dauðinn vera óréttlátur.

Ása minn hef ég þekkt frá því ég man eftir mér fyrst. Ótrúlega skemmtilegur maður. Honum fylgdu alltaf svo góðir straumar. Alltaf var hann tilbúinn að hlaupa til ef einhvern vantaði aðstoð, það var sama hver var. Okkur reyndist hann góður og rosalega góður við "barnabörnin" sín. Ekki síður reyndist hann góður vinur hans Stefáns. Þeir náðu rosalega vel saman og ýmislegt sem þeir brölluðu í gegnum árin. Skarðið sem hann skilur eftir sig er svo stórt að manni finnst að það muni aldrei gróa. Ég veit að þetta er erfitt eins og er og mun vera erfitt næstu mánuði og jafnvel ár.

Ég er að fara að ferma Söndru Dís á sunnudaginn. Þessi undirbúningstími hefur verið afskaplega erfiður sérstaklega þar sem móðir mín hefur átt rosalega erfitt og er enn í losti yfir því að aldrei aftur mun Ási koma inn um dyrnar. Ég hef reynt að vera mömmu til handar en ég er með takmarkað loft í mínum kútum og því miður þá er loftið að þrotum komið. Ég reyni að halda höfði en það virðist vera ótrúlega erfitt. Sérstaklega á Dísin mín erfitt því hún var með Ása þetta kvöld sem hann lést.

Ég er ótrúlega tóm innra með mér. Finnst dagarnir líða hægt. Minningarnar streyma inn algjörlega óumbeðnar. Það gerir þetta enn erfiðara.

Aldrei hefur mér dottið til hugar að ég þyrfti að sjá um jarðaför einhvers náins einstaklings. Nú hef ég staðið botnlausa vakt við að ákveða eitt og annað. Sjá um allt sem við kemur jarðaför. Þetta hefur verið rosalega erfiður tími hjá okkur.

Litla skottið mitt sem gjörsamlega dýrkaði Ása afa teiknaði mynd handa honum. Myndin er ótrúlega táknræn. Ég vissi ekki að hún gerði sér svona grein fyrir þessum hlutum en þar skjátlaðist mér.

Efri myndin sýnir Ása vera að fljúga upp til himna. Neðri myndin átti að sýna Ása í kistunni sinni og allt dökkt í kring. Veit ekki hvort það sé heillvænlegt að láta mömmu hafa þá mynd!! Efri myndin á samt að fara í kistuna til Ása...ég lofaði henni að láta hann hafa myndina áður en hann færi til englanna. Crying

ási afi

Hnúturinn lagast ekkert í maganum. Lystaleysið er mikið en ég veit að ég þarf að standa í fæturna fyrir börnin. Dísin mín verður að eiga ánægjulegan fermingardag. Ég legg allt í sölurnar fyrir það.

Eigið ánægjulega helgi. Ekki gleyma að halda utan um hvort annað og láta ástvini vita hversu mikið þið elskið þá. Lífið er ekki sjálfsagt.

Ástin kveikir ljós sem varir að eilífu. - www.zedrus.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég táraðist á meðan ég las þessa færslu....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 13:51

2 identicon

-Knús !!!!

Addú (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Samhryggist þér og þínum.  Móðir mín var jörðuð helgina á undan fermingu sonar míns.  Sorgin er sár en ljúfar minningar þerra tárin.  Gangi þér vel.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.3.2008 kl. 13:56

4 Smámynd:

Vertu dugleg elsku Helga mín þetta er mikil sorg sem þið gangið í gegn um. Þú hefur nú staðið þig svo vel í veikindum dóttur þinnar alla tíð. Megi fermingardagurinn verða gleðidagur hjá ykkur þrátt fyrir allt. Guð gefi ykkur styrk kveðja Áslaug frænka

, 15.3.2008 kl. 15:10

5 identicon

Ég samhryggist ykkur innilega. Gangi þér vel með ferminguna ég veit að þú átt eftir að standa þig vel.

 Knús Þórey Ósk

Þórey Ósk (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innilegar Samúðarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2008 kl. 18:01

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég samhryggist þér innilega, Helga mín. Svona nokkuð erum við aldrei undirbúin fyrir, hvort sem það er fyrirséð eða ekki. Ég vona að ferming dóttur þinnar hafi ekki fallið í skuggan af þessu, þótt örugglega hafi þetta fráfall sett svip sinn á veisluna ykkar.

Sendi ykkur bestu óskir og samúðarkveðjur.

Kv. Lilja

Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 02:30

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Glitter Graphics

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband