20.10.2006 | 22:02
afi minn og amma mín.....
Já, ég komst að því svona við lestur Víkur frétta að ég flokkast orðið undir ELDRI KONU!!!
Það var sagt frá nýja íþróttahúsinu okkar hér á Álftanesinu í Víkurfréttum á dögunum. Þar á miðri greininni var verið að fjalla um starfsemina sem fer fram í íþróttahúsinu og var það svo hljóðandi [...njóta almennir borgarar líka góðs af húsinu, t.a.m. er rekin öflug blakdeild hjá eldri konum...] Ég var nú alveg búin að átta mig á því að ég er ekki táningu ennþá.....en aldurinn á þessum ELDRI KONUM er á bilinu 28-40.
Svo ég haldi áfram með okkur eldri konurnar, þá erum við að fara að keppa í fyrramálið í Garðabæ. A-liðið (mitt lið) er í 4 deild og er fyrsti leikur kl 8 í fyrramálið og ég er enn vakandi . Það verður ábyggilega mega-stuð. Það er rosalega gaman að taka þátt í stærri mótum.....þó svo að maður fari bara á æfingaleiki .
Eftir mótið ætlum við að hittast hjá einni og horfa á video upptökuna af okkur. (það verður ekki sjón að sjá) . Við erum náttúrulega rosa pró og allt það...en ekki það góðar að það sé gaman að horfa á sjálfan sig gera einhver mistök . Vona samt að það verði fá mistök gerð í leiknum og stefnum á sigur . Það er allt í lagi að setja markið hátt.
until 2 morrow. Ætla að peppa í mig keppnis-andann.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
27 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.