21.10.2006 | 18:46
Alltaf í boltanum
Jæja. Nú er þessi boltadagur að enda kominn. Við byrjuðum leikinn kl 8 í morgun eftir frekan takmarkaðan svefn . Þessi stutta kom uppí til mín milli 1 og 2 og vildi endilega kúra í handakrikanum hjá mér. Ég var svo þreytt og rænulaus að ég hafði ekki orkuna til að biðja hana um að ná í sængina sína og setja hana á milli, reyndar gerði ég það....en það var kl 6 um morgunin , eftir það kom mér ekki dúr á auga.
Við tókum á móti mjög ungum stúlkum og stóðum vel í hárinu á þeim í fyrri hrinunni sem endaði með 20-21 fyrir þeim. Næsta hrina var með aðeins tærra tapi. Ég frétti svo af því eftir leikinn að margar þessara stelpna var og er í unglingalandsliðinu svo maður skammast nú sín ekki mikið að hafa tapað fyrir þeim en manni finnst það samt ótrúlega skrítið að þær hafi skráð sig í 4 deildina, þær eiga heima í 1-2 deild.
Næsti leikur sem við áttum var á móti stelpum/konum sem hafa spilað lengi líka. Við stóðum vel í hárinu á þeim og unnum báðar hrinurnar. Svo voru það stjörnukonur sem eiga heima í 1-2 deild líka og þær hafa spilað saman í möööörg ár. Við stóðum rosalega í þeim og unnum sætan sigur í fyrri hrinunni 21-20 og þær voru svo brjálaðar yfir því og nöldruðu eins og gamlar kellingar í dómaranum. Þær unnu síðan seinni hrinuna og héldu samt áfram að nöldra og þegar við vorum farnar þá hellti dómarinn sig yfir þær . Við vissum það fyrir að þær voru aðeins of sterkar fyrir okkur en ákváðum að gefa ekkert eftir fyrr en í síðasta blóðdropa.
Svo voru það stelpurnar frá Bifröst. Þær hefðu átt að vera í svipuðum skyrkleika og við. Við unnum fyrri hrinuna og töpuðum seinni. Það var mjög jafn leikur út í gegn.
Síðasti leikurinn sem við áttum vorum við orðnar ansi þreyttar. Þar komu konur sem hafa spilað lengi saman og eru gríðarlega sterkar. Vissum það alveg fyrir að við áttum eiginlega engan séns. Töpuðum báðum hrinunum. Fórum samt mjög sáttar af velli. Það þarf líka að horfa á þetta frá því sjónarhorni að við sem lið höfum aldrei spilað saman nema einn leik áður en við fórum í keppnina og engin okkar er e-ð súper góð .
í kvöld ætlar svo Lilja kokkur að elda e-ð gómsætt og girnilegt handa okkur heima hjá einni í hópnum. Við fórum með tvö lið og við ætlum allar að hittast heima hjá einni. Það cerður vonandi mjög gaman. Ætlum líka að horfa á video-upptöku af okkur í heilum leik . Það verður ekki sjón að sjá þar sem upptakan er af liðinu sem við töpuðum fyrir . Við hljótum að lifa það af.
Á morgun er það svo Dominosveisla fyrir krakkana í hádeginu og svo strax á eftir Ronja Ræningjadóttir á fjölum Borgarleikhússins
þar til síðar......
ellismellurinn úr Álftanesblakinu
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
27 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.