24.10.2006 | 17:52
ég heyri svo vel að ég heyri grasið gróa
svona næstum....ef ekki væri fyrir þetta frost og allan þennan kulda!
Ég var á leiðinni í skólann í morgun eins og svo marga morgna. Er rétt að koma framhjá ljósunum hjá Pizza Hut Sprengisandi þegar ég ætlaði að stíga á bremsurnar. Stíg létt til að byrja með en svo fann ég að bremsurnar urðu skrítnar og hrikalegt hljóð kom frá bílnum. Ég fraus á staðnum og reyndi að bremsa aftur en þá gáfu bremsurnar sig þannig að í fyrstu fóru þær alveg niður í gólf eins og bremsurnar hefðu alveg farið af bílnum svo ég lyfti fætinum til að "pumpa" bremsurnar en þá fóru þær ekki svo mikið sem millimetra niður!! Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera akkúrat á þessu momenti og fékk nett hjartaáfall . Rétt í þann mund sem ég nálgaðist ljósin, breyttust þau í grænt svo ég lét mig flakka yfir og fór út í kannt. Þegar ég steig aftur á bremsurnar voru þær komnar til "baka" og ég fór samt útfyrir veginn. Þar kannaði ég bremsurnar fram og aftur en þær virtust virka! Ég fékk náttúrulega nett taugaáfall og gjörsamlega brotnaði saman . Maður keyrir um á vara-rafstöðinni án þess að geta hlaðið batteríin almennilega. Ég varð náttúrulega svona hrædd þar sem ég hugsaði til þess að þarna mátti litlu muna að illa færi. Eftir að hafa kastað mæðinni smá stund fór ég yfir þetta hvernig hefði getað staðið á þessu bremsu-veseni og komst að þeirri niðurstöðu að sennilega hefur stór steinn farið á milli bremsudisks og bremsu og gert það að verkum að bíllinn hegðaði sér svona. Eins líka gæti hafa verið e-r ísing á götunni sem hjálpaði til með að láta bílinn "slæda" til hliðar. Ég fór út og gekk einn hring í kringum bílinn og sannfærði mig um að nú væri allt í lagi. Skellti mér í skólann svo og var þar til hádegis eða þar til ég þurfti að fara annan læknisrúnt með SD.
Aðgerðin gekk ágætlega á Dísinni minni í gær. Svona eins ágætlega og búist var við allavega. Litli bangsimoninn minn byrjaði á því um morguninn að segjast vera svöng. En ég var búin að tala um það við hana að hún mætti ekkert borða fyrir svæfinguna. Byrjuðum á iðjuþjálfuninni, skildi hana eftir þar og heimsótti gömlu hjónin á Hrafnistu. Þau voru ágætlega hress, svona miðað við aldur, aðstæður og fyrri störf . Sótti svo Dísina þegar hún var búin og renndum okkur inná deildina til Einars Thor eyrnasérfræðings. Hún var svæfð og var bara nokkuð róleg yfir þessu öllu saman. Ég var samt sjálf að fara á taugum yfir öllu saman, sérstaklega vitandi það að dokksinn var ekkert sérlega bjartsýnn í upphafi og svo líka hvernig hún kemur undan svæfingunni. Hún er búin að fara í vel yfir 100 svæfingar og hefur vaknað mjög illa úr 90% af þeim , þarf oftast 2-3 að halda henni niðri svo hún fari sér ekki að voða. Hún kom ágætlega til meðvitundar en var að sjálfsögðu afar ringluð til að byrja með. En það fyrsta sem hún sagði þegar hún opnaði fyrst augun var "ÉG ER SVÖNG!!" þá vissi ég það að bangsimon var kominn til baka . Það blæddi töluvert úr eyranu en Einar sagði að eyrað hefði verið það illa farið að hann kom ekki fyrir þessu "framtíðarröri" í eyrað á henni sökum bólgu, sagðist hafa stungið á tvo staði án árangurs. Hann sagðist hafa farið hættulega nálægt eyrna-beininu til að koma þessu fyrir og ef hann hefði reynt frekar hefði verið meiri hætta á sköddun til framtíðar . Það er ekki það sem maður óskaði sér allavega. Hann sagði okkur að koma daginn eftir svo hann geti reynt að fyrirbyggja að nýja rörið myndi stíflast. Við komum svo í dag og hann sagðist hafa verið mjöööög feginn því að hafa beðið okkur um að koma núna vegna þess að rörið var að byrja að stíflast svo það mátti tæpara standa . Hann "ryksugaði" eyrað og sagði okkur að hringja A.S.A.P ef það byrjar að leka en annars að koma aftur eftir mánuð eða svo.
Við fórum svo bara heim og þar ætlaði ég mér að eiga notalega kyrrðar stund með krökkunum. Ætla ekki svo mikið sem að líta í bækur fyrr en í kvöld eftir háttatíma hjá þeim . Mín batterí eru fyrir löngu búin og ég næ engan vegin að hlaða þau almennilega svo þau endist daginn .
þangaði til síðar.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
27 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.