. - Hausmynd

.

Púkinn ég

Þó svo að ég eigi að teljast vera á "fertugs aldri" er langur vegur frá því að ég láti af púkaskap og skemmtilegheitum. Pinch Eitt púkakastið tók ég út á minni elskulegu dóttur, Viktoríu. Whistling

Þessi elska er ansi þung á morgnana en á fimmtudagsmorgun vaknaði hún ótrúlega hress og klæddi sig án þess að ég hefði þurft að hafa mikil afskipti af henni. Hún var meira að segja svo hress að fatavalið var dálítið skrautlegt og þegar eftir því var haft seinna um daginn sagði hún að hún hefði vaknaði svo hress um morguninn að hún hafi séð regnboga. Þetta fannst mér bráð-smellið en daman var í fjólubláum gallabuxum, grænum stuttermabol og appelsínugulum hlýrabol innanundir sem laumaði sér undan stuttermabolnum. Sokkarnir voru hvítir og skórnir voru svartir og hvítir röndóttir.

Á föstudagsmorgninum ákvað ég að leyfa púkanum í mér að vera með og ég opnaði inn til hennar og söng hátt og snjallt: "ÉG SÉ REGNBOGA....ÉG SÉ REGNBOGA....JÁÁÁ...ÉG SÉ REGNBOGA" Minni dömu fannst þetta ekki fyndið svona í morgunsárið...enda löngu búin að gleyma regnboganum sem hún sá daginn áður!! Hún hvæsti á mig að henni finnist þetta bara akkúrat ekkert fyndið og neiti að vakna nema ég strjúki á henni vangann eða eitthvað álíka.

Ég ákvað að strjúka fingri á ennið hennar með þeim afleiðingum að hún hvæsti yfir því hvað ég væri vitlaus og dró sængina yfir höfuð án þess þó að opna augun. Nokkrum sekúndum seinna fór sængin af höfðinu, daman snéri sér á hliðina og hélt áfram að hrjóta.

Púkinn ég fór þá inn á bað og opnaði þar skúffuna sem ég geymi alla mína varaliti í og gramsaði þar eftir rauðasta varalitnum sem ég MÖGULEGA fann í skúffunni, skúbbaði eins miklum rauðum varalit á varirnar og hægt var að setja, læddist inn í herbergið þar sem prinsessan svaf værum svefni, létt beygði mig niður og gaf henni REMBINGS koss á kinnina.

Viktoría brosti sínu sæla án þess að opna augun í sekúndu og muldraði hálf kæruleysislega að þetta var akkúrat það sem hún vildi vakna við.

Ég gjörsamlega ANDAÐIST úr hlátri og alltaf hló ég meir og meir eftir því oftar sem ég leit á kossinn á kinninni hennar. Hún snéri sér þá bara á hina og muldraði að hún færi þá að koma á fætur.

Ég fór fram aftur og ekki í minna hláturskasti en áður og gat ekki hætt að hlæja. Sunna litla leit á mig þar sem ég var enn í náttfötunum og búin að mála mig og hristi hausinn, fannst þetta greinilega vera eitthvað skrýtin samsetning hjá móðurinni.

Ekki leið á löngu þar til gólað var inn í herbergi: "MAAAAAAAAMMMMMMAAAAA....ÞETTA VAR EKKI INN Í SAMNINGNUM"

Ég fór inn í herbergi og það eitt gaf mér tilefni til að fá annað hláturskast....LoL

Ekki eru allir sáttir um það hversu fyndið þetta athæfi móðurinnar var....held samt að þessi elsta hafi verið ein á báti hvað varðar ófyndnina. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

við erum þá tvö um púkaskap hehehehe

Ólafur fannberg, 19.4.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Júlíana

hahaha

Júlíana , 20.4.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hahahaha, sterkur leikur!!!

Lilja G. Bolladóttir, 20.4.2008 kl. 21:04

5 identicon

Hahhahah!! æji þú ert nú meira yndið kossar og knús;*

Ólöf (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 12:03

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

góð Helga,þú ert alveg frábær

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.4.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband