23.4.2008 | 14:18
"Letidagur"
Í dag er skipulagsdagur í leikskólanum svo ég ákvað að vera heima með litla skottinu. Dró Viktoríu snemma fram úr rúminu, bað hana um að koma með mér áður en skólinn byrjaði til að velja sér ný gleraugu. Þurfti svo aðeins að koma við í vinnunni...sem endaði að sjálfsögðu með því að ég varð að setjast niður að teikna svolítið fyrir smiðina áður en ég gat farið heim aftur. Það var alveg í lagi, kláraði það bara og kvaddi svo.
Ég ætlaði nú ekki að gera neitt rosalega mikið í dag annað en að reyna að rifja upp í skólabókunum mínum aðeins. Hraðinn í þessu námi er svo svakalegur að manni finnst eins og maður sé í frjálsu falli og ráði ekki við neitt. Hinsvegar finnst mér þetta svakalega skemmtilegt og hef lært rosalega mikið og á eftir að læra enn meira.
Ég ákvað að prufa mig aðeins áfram í því sem ég var að læra svo ég dró litla skottið mitt út á gras til að taka myndir. Skellti í Photoshop og notaði til þess gerða "maska" til að draga fram það sem ég vildi fá.
Afraksturinn er þessi. endilega kommentið og segið mér hvernig ykkur finnst þessar myndir.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Bara flott og bara æðislegGleðilegt sumarið elsku Helga mín og takk fyrir veturinn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.