28.4.2008 | 19:00
Vaselín kemur að góðum notum....oft!
Í síðustu læknisheimsókninni minni bað læknirinn minn mig um að fara í MRI sem er segulómun. Hann vildi fá mynd af hálsi og eitthvað niður bakið. Þetta fannst mér ekkert tiltöku mál og jánkaði þessu möglunarlaust. Það er hringt í mig og ég boðuð í skoðun. Tveimur dögum áður en segulómunin átti að fara fram var hringt í mig. Konan sem ræddi við mig í símann spurði mig hvort ég væri með innilokunarkennd. Ég gat ekki annað en jánkað því, það versta sem ég veit um er að vera föst í einhverju eða lokuð inni. Á til dæmis mjög erfitt með að fara í tívolítæki sem maður er njörvaður niður í. Konan í símanum vildi mæla með því að ég fengi þá róandi lyf eða kæruleysislyf áður en ég færi í græjuna. Mér fannst það út í hött!! Hélt að ég gæti nú harkað eina mynd af eða svo. Með það kvaddi ég konuna og hló með sjálfri mér að ég ætti ekki annað eftir, hörkutólið ég en að taka lyf fyrir SMÁ myndatöku!!
Ég nefndi þetta við Stefán og hló að þessari vitleysu en þá leit hann á mig og sagði að pabbi sinn hefði farið í svona út af bakinu og fundist þetta bara ekkert sniðugt tæki!! Þá fölnaði ég, ég hörkutólið er ekki eins mikið hörkutól og tengdafaðir minn og ef honum hafi ekki fundist þetta sniðugt....hvað var ég þá að fara út í????
Með magabólgur, magasár, kvíðaverk, lömunarveiki í fótum mætti ég á svæðið til að fara í myndatökuna. Ég gerði allt hvað ég gat til þess að róa sjálfan mig niður og sannfæra mig um að þetta verði "pís of keik". Mér var tjáð um það að ef allt gengi að óskum myndi þetta ekki taka nema 15 mínútur inn í tækinu. Með æluna í hálsinum gekk ég inn með konunni sem bað mig um að leggjast á bekkinn. Minnti mig á það að ég yrði að vera kyrr til að þetta tækist. Þá myndi þetta taka snöggt af. Þegar ég leit í kringum mig sá ég þetta risa ferlíki með PÍNULÍTIÐ gat í miðjunni....þar átti að troða mér!!
Ég fékk heyrnatól með Gufuna stillta og með það var byrjað að rúlla mér inn í tækið. Ég telst seint til að vera anorexíu sjúklingur svo axlirnar drógust með veggnum á tækinu, ég varð að lyfta höndunum og draga þær að mér til að komast fyrir. Hugsaði með mér að það ætti bara eftir að smyrja mig með Vaselíni til að ég rynni betur inn í tækið. Mér hafði verið afhentur "neyðarpungur" sem mér var skipað að ýta á ef eitthvað væri að.
Ekki leið á löngu þar til heyrðust mikil óhljóð í tækinu. Ég barðist við að hafa lokuð augun því í hvert skipti sem ég opnaði þau, sá ég "vegginn" fyrir ofan mig sem að mér virtist koma nær og nær eftir því oftar sem ég opnaði augun.
Eftir smá stund fann ég að hjartaði byrjaði að hamast. Áttaði ég mig á því að ég var farin að espa mig upp í það að ég væri föst þarna inni og tækið myndi bila með þeim afleiðingum að ég kæmist hvorki lönd né strönd. Ég varð að taka á öllu mínu til að bægja þeim hugsunum frá mér. Ekki tók betra við, astminn fór að gera vart við sig og smátt og smátt fann ég að það varð erfiðara að anda með hverri sekúndu sem leið. Mér fannst ég vera að kafna og um það bil í sama mund og ég er að fara að þrýsta á neyðarhnappinn, slokknaði á maskínuninni og ég dregin úr prísundinni.
Hét sjálfri mér því að ég skyldi ekki fara í svona græju aftur!!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Æ æ, mín kæra, þetta er ekki sniðugt tæki, eins og þú segir, ef maður er með innilokunarkennd. En gott þú komst í gegnum þetta.
Ég er enn að spá í hitt, skal virkilega hafa hraðar hendur og láta þig vita eins fljótt og ég get.
Góða nótt!!
Lilja G. Bolladóttir, 29.4.2008 kl. 00:53
Hæ, hæ! Mér finnst þetta nú ekkert mál, er heldur ekki með innilokunarkennd. En þakkaðu bara lyfin og taktu þau ef verður eitthvað næst
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.