6.11.2006 | 17:16
mig dreymdi eitt sinn draum....
Ótrúlega skrítið hvað sumt heltekur mann . Mig dreymdi draum og hann er algjörlega fastur í huga mér. Mig langar rosalega að fá ráðningu á hann (bara ef hann er á jákvæðum nótum )
Mig dreymdi að ég hefði verið ófrísk. Ég átti ekki langt eftir og var eiginlega farin að bíða eftir fæðingunni. Ég var orðin grönn þarna og var semsagt á steyprinum þarna á þessum tímapunkti. Aðeins einn galli....þetta voru tvö börn . Ég man eftir því í draumnum að ég ætlaði mér ekki að verða ófrísk (frekar en vakandi) en það skrítna við þetta allt var að það sá lítið sem ekkert á mér! Ég þreifaði á bumbunni og fann alveg móta fyrir tveimur líkömum og allt það og fann þá á þeim tímapunkti að þetta yrðu ekki mjög stór börn. Ég fann fyrir hríðunum og vissi að þetta var allt að koma. Ég hef greinilega ekki farið í fæðingu heldur farið í einhvern skurð þar sem ég vakna og fann að börnin voru horfin og mér var sýnd leiðin að börnunum. Ég átti von á að þau væru í öndunarvél eða einhverju en þegar ég kem þá lágu þau í einu og sömu vöggunni. Pínu lítil og hárprúð dama og svo stærri strákur. Mig minnir að daman hafi verið rétt um kílóið kannski rúmlega þar sem hún var svo stálpuð en strákurinn var einhverjar 11 merkur. Hann var ekki með mikið hár og voru þau alveg eins og svart og hvítt. Ég dáðist að börnunum en gætti þess að snerta þau ekki, fannst þau svo brothætt eitthvað . Fljótlega hef ég vaknað en ég man ekki meira úr þessum draumi.
Ef e-r er góður að ráða í svona má sá hinn sami senda mér línu .
kveðja
Helga draumfari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Þessi draumur þýðir að þú ættir að fara að heimsækja litlu frænku og aðeins stærri frænda sem voru saman í bumbunni á mömmu sinni þar til fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan;) hehe djók, ég kann ekki baun að þýða drauma...
Eyrún (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 08:32
góður punktur frænka
Ég er ALLTAF á leiðinni
Helga Linnet, 8.11.2006 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.