6.5.2008 | 11:34
MRI
Loksins komið út úr þessum myndatökum sem ég fór í um daginn. Niðurstaðan er ljós:
Ég er ekki móðursjúk með öllu....bara að hluta eins og ein vinkona mín sagði
Það eru nokkrir hálsliðir sem eru með slit en sem betur fer ekki á alvarlegu stigi svo ég þarf ekki í aðgerð en það útskýrir mína verki að hluta.
Svo eru taugar sem eru "semi" klemmdar sem útskýra einnig afhverju dagarnir eru misjafnir hjá mér en ekki nógu mikið til að hægt sé að gera aðgerð en fer inn í sprautur við því eigi að síður.
Semsagt þetta hjálpast að, slitnir hálsliðir og klemmdar taugar orsaka mín vandamál. Allt þetta má rekja til örfárra sekúndna í umferðinni. Aldrei hefði maður trúað því hvað svona "smávægileg" aftanákeyrsla getur haft slæmar afleiðingar í för með sér!
Annars var höggið tvöfalt...annarsvegar þegar stelpan þrumaði aftan á mig og svo þegar ég endasendist aftan á annan bíl svo þetta var ekkert "smáræði"....bara alveg heill hellingur
Nú er bara að bíða eftir úrskurði með astmanum "góða" og þá getur endanleg uppbygging hafist.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Leiðinlegt að heyra að það sé ekkert hægt að gera fyrir þig Ég man hvað það var óþæginlegt að heyra að ég væri með brjóskeyðinguna í bakinu þegar lænirinn sagði þetta verður verst fyrstu 2-3 árin og svo vont eftir það..
En hey!! Taktu eftir öðru ég er komin með account hérna inni á mbl.is bara til að getað kommentað á bloggið þitt... ég nenni ekki alltaf að skrá mig inn á hotmailið til að staðfesta færsluna Ég er samt í smá veseni með myndina einhverra hluta vegna kemur bara smá partur af henni og það klofið á mér sm varð fyrir valinu, en ég á svo góða frænku sem lagar allt
Ólöf Helga Þorvaldsdóttir, 6.5.2008 kl. 13:54
Ó, já, ein "lítil" aftanákeyrsla getur heldur betur dregið dilk á eftir sér. Ég fékk bíl á fullri ferð aftan á mig kyrrstæða fyrir um tveimur og hálfu ári. Ég hef verið hjá sjúkraþjálfurum síðan og verð stundum að halda mér gangandi með verkjatöfluáti...arg.... Mígreni hefur aukist og ýmis líkamsbeiting er ekki átakalaus.
Ég er nýbyrjuð hjá nýjum sjúkraþjálfara hjá Bata. Þar eru ýmis tæki og tól notuð - leiser, stuttbylgjur, húðnuddarar o.fl sem mér finnst vera að gera mér gott. Allavega fegin að ég ákvað að prófa eitthvað nýtt. Fyrri þjálfarinn sagði að líklegast yrði ég aldrei góð ekki beint aðlaðandi hugsun að þurfa að vera í "endurhæfingu" það sem eftir er.
Vona svo sannarlega að þú fáir einhverja bót meina þinna.
Kær kveðja.
Vona að
Gúnna, 6.5.2008 kl. 21:33
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.5.2008 kl. 07:30
ég vona að þér batni fljótt mamma mín, ef það er eitthvað þá get ég hjálpað þér með hvað sem er (nema stærðfræði). ég elska þig
viktoría rós (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.