. - Hausmynd

.

en hvað þýðir þetta fyrir okkur viðskiptavinina?

Ég hef ekki orðið vör við að ég sem viðskiptavinur einn þessara banka hafi millifært hluta af þessum hagnaði inn á mig. Ég hef heldur ekki orðið var við að þeir hafi lækkað vextina sína til að komast til móts við okkur neytendur. Ég hef heldur ekki tekið eftir því að þeir hafi fellt niður innheimtukostnað, lækkað fit kostnað, seðilgjöld eða annan tilbúinn kostnað á okkur neytendur.

Væri ekki sanngjarnt að við sem neytendur fengjum klapp á bakið og þóknun fyrir að vera svona góðir viðskiptavinir?

Kannski er ég bara svona frek! Shocking


mbl.is 42 milljarðar í hagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.5.2008 kl. 19:15

2 identicon

Helga, ef ég á fyrirtæki,

Og þú kemur og verslar vöru af mér,

skulda ég þér þá eitthvað?

Ef ég versla við matvörubúð eða fataverslun eða hvers konar verslun sem er þá finnst mér ekkert eins og ég eigi inni greiða hjá þeim, og alveg eins með banka, þetta er bara þjónusta sem þú velur að nýta þér. Þetta er ekki eins og vinur sem biður þig um að hjálpa sér að flytja; Þá mættiru halda að þú ættir eitthvað inni hjá honum. En það er augljóst að þú verslar ekki við bankann án þess að græða neitt sjálf á því. 

Ef þér finnst að bankarnir skuldi þér eitthvað bara vegna þess að þú ert viðskiptavinur þeirra, afhverju þá ekki bara allar verslanir sem þú stundar viðskipti við? 

Væri það heimskulegt? Já

Ertu frek? Örugglega. 

Davíð Már Finnsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Helga Linnet

Takk fyrir þetta Davíð.

Mitt svar er einfalt þar sem ég er svona einföld.

Ég versla í Bónus. Margir versla í bónus vegna verðlagsins. Þeir halda verðinu á sínum vörum á sanngjörnu róli og því við sættum okkur við aðeins lægra "level" í vöru uppsetningu eins og t.d. í sérvöruverslunum.

Nú hafa bankarnir stefnt að því lengi að minnka þjónustuna innan bankans og færa hana meira á netið, sem er eðlileg þróun að mínu mati, og þá finnst mér það samsvara Bónus aðferðinni, minnkandi þjónusta=lægra gjald!

En þá er það loka punkturinn...

ég ER frek.  og ég verð SEINT business manneskja því ég GET ekki selt vöru dýrari en ég hef keypt hana á...nema þá um nokkrar krónur!

Skoðanir manna eru misjafnar og þetta er mín skoðun.

Helga Linnet, 7.5.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Helga Linnet

já..eitt enn Davíð,

Ég veit ekki til þess að Ríkið hlaupi undir bagga með þitt fyrirtæki ef þú stendur illa að vígi...en það gerir Ríkið við bankana.....

Þess vegna finnst mér í lagi að þeir komi til móts við okkur neytendur. Við erum jú RÍKIÐ.

Helga Linnet, 7.5.2008 kl. 20:36

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Að vissu leyti er þetta góður punktur hjá Davíð. Okkar point er auðvitað einmitt það sem þú segir í síðasta kommentinu þínu, Helga, við erum Ríkið og af hverju á Ríkið að eyða okkar peningum í að bjarga bönkunum sem græða á öllu og hagnast um milljarða, jafnvel þótt þeir séu í kreppu, á meðan aðrir "svelta"???

Lilja G. Bolladóttir, 7.5.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Landfari

Þú verslar i Bónus vegna verðlagsins. Finnst verði þar sanngjarnt.

Veistu hvernig verðlagt er þar?

Þeir kaupa inn vöru á þvinguð verði frá innlendum framleiðendum og innflytjendum. Þessir aðila verða að vera með af því Bugur er kominn með það stóran hlut af markaðnum að ekki er hægt að vera án hans. Til að bjarga fyrirtækjunum frá því að fara á hausinn er selt á mun hærra verði til hinna aðilanna á markaðnum. Þegar Bónus aftur verðleggur vöruna til kúnnans fara þeir í allar aðrar verslanir til að athuga hvað vörurnar kosta þar. Síðan er lagt eins mikið á og hægt er, án þess að fara uppfyrir þann sem neðstur er á markaðnum.

Þetta er það sem þér finnst sanngjarnt, það finnst mér hinsvegar ekki.

Landfari, 7.5.2008 kl. 23:11

7 Smámynd: Helga Linnet

Takk fyrir þetta Landfari.

Ég er ekki með fingurnar í málum hjá Bónus. Ég veit alveg að það er óhreint mjög í pokahorninu en veistu....ég held að það sé bara ansi víða, sama hvert þú horfir!

Helga Linnet, 8.5.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband