. - Hausmynd

.

Árrisull pottormur

Litla skottið mitt fór í útskriftaferðalag með leikskólanum á fimmtudaginn. Spurning um hvor átti erfiðara þegar var verið að kveðja.......okey...feisum það....mamman átti bara nokkuð erfitt að sleppa höndina af "litla" barninu sínu og sjá á eftir henni í ferðalag. Crying

Sunna var svo spennt að fara að hún hefði vilja vera búin að pakka niður mörgum dögum fyrir brottför. Fannst geggjað að hún væri í hóp með Ástu vinkonu sinni og Elvu líka. Bað mig samt um að sækja sig um leið og hún kæmi til baka á föstudeginum.

Ég sótti svo kátan krakka í leikskólann í hádeginu á föstudag. Fórum heim að fá okkur að borða og með það var hún svo farin út aftur. Þetta barn fær ALDREI nóg af samveru við vinkonur sínar.

Um kvöldið dreif ég hana svo bara í bað og ákvað að leyfa henni að vera vakandi til að verða hálf ellefu í þeirri veiku von um að hún myndi sofa aðeins lengur en vanalega.

06:30 heyri ég að sjónvarpið var tjúnað í stofunni W00t 

06:45 kemur hún til mín og spyr hvort hún megi ekki heimsækja Fanney vinkonu sína W00t

06:55 heimtaði hún morgunmat W00t

07:30 gerði hún aðra tilraun með að fá að fara til vinkonu sinnar

08:00 var aftur spurt og í örvæntingu sinni eftir 3 neitunina spurði hún HVENÆR hún mætti eiginlega fara til hennar!!

Ég drattaðist svo á fætur fljótlega og fór í sturtu. Eins og þægum krakka sæmir fékk ég nú ekki að vera í friði í sturtunni svo hún var bara stutt.

Drattaðist svo í skólann, átti að vera mætt kl 9:00 og nú sit ég gjörsamlega að leka ofan í klofið á mér. Heyri stundum bara óminn í kennaranum og samhengislaust reyni ég að fylgja eftir....en með takmörkuðum árangri.

Dagurinn í dag verður þétt skipaður. Dísin mín fagra fór vestur í gær með frænda sínum og frænku og er planið að fljúga vestur í dag. Ferming á morgun hjá tveimur frændum svo maður verður að láta sjá sig. Fer ein og skil minn elskulega eiginmann eftir heima með yngsta grísinn (sem ég vona svo sannarlega að hún hlífi pabba sínum ekkert frekar en mér á morgun Devil) og svo dramatísku drottninguna en hún þarf að læra undir próf.

Planið er svo að keyra heim með frænda og frænku á mánudaginn. Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég kannast við þessa tilfinningu en that's life

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þú sefur bara út næstu helgi, Helga mín, og þá á ensku í London!!

Lilja G. Bolladóttir, 14.5.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband