14.5.2008 | 18:10
Það er aðstoðarflugstjórinn sem talar!
Það er óhætt að segja að maður gerir ekki annað en að hætta lífi sínu. Ég er bara ekki þessi spennufíkill og veit fátt eitt betra en að setja tærnar upp í loft, vera klædd náttfötum undir teppi að góna á imbann með manninum og börnum. Síðasta helgi einkenndist svo sannarlega ekki þessum boðorðum mínum.
Skrapp til Ísafjarðar eftir skóla til að fara í fermingu. Dísin mín fór keyrandi með frænku minni og frænda og ætlaði ég að keyra með þeim svo heim á mánudeginum.
Á sunnudeginum var svo fermingin og einkenndist dagurinn af rigningu og sudda að sönnum vestfirskum hætti. (trúðu mér, ég er búin að eiga heima á vestfjörðum og veit hvernig veðurfarið er)
Ég hef nú farið í ansi margar veislurnar vestur á firði og hef ég í ÖLLUM veislum staðið á haus með húsfrúnni við að undirbúa veisluna og svo frágang. Málið er að ég hef átti í ægilegum heilsubresti að stríða undanfarnar vikur, bronkýtis-astmi á slæmu stigi og stíflaðar ennis og kinnholur, vökvi í eyrum svo eitthvað megi telja. Þetta gerir það að verkum að ég er bara hund-slöpp og kem engu í verk, ef ég voga mér að hreyfa mig hið minnsta get ég allt eins lagst í rúmið. Sýklalyfin hafa ekkert haft að segja so far. þessa fermingarveislu gerði ég nánast ekki neitt. Nefndi þetta við frænku mína og hún spurði mér hvernig mér liði með það. Ég ígrundaði það smá og svaraði því að mér finnist ég vera að svíkja einhvern!!!
Pabbi kom í veisluna fljúgandi að heiman. Tók litla bróður með en skildi 3 ára systur mína eftir heima sökum veðurfarsins. Hann sagði að ferðinni hefði gengið seint sökum veðurs en engin svo svakaleg ókyrrð en hann hefði þurft að fljúga meðfram landinu því það var svo lágskýjað. Ferðin tók 1.klst og 20 mín.
Þegar liðið var á veisluna sagðist hann ætla að fara að koma sér til baka til að lenda ekki í myrkri. Bauð mér og Dísinni minni að koma með því það voru 2 sæti laus til baka. Þegar kemur að flugvélum...sérstaklega litlum rellum, þá er hjartað mitt minna en í finku. Ég leit til veðurs og fannst það ótrúlega freistandi að fara með pabba heim og vera komin heim fyrir sunnudagsbíó í sjónvarpinu. Eftir að hafa farið í gegnum valkvíða dauðans ákvað ég að fara með honum heim.
Við brunuðum á flugvöllinn á Suðureyri þar sem flugvélin stóð og þar gerði pabbi vélina klára. Hann raðaði krökkunum inn og náði í skóhorn og tróð mér inn í vélina . Ég fékk agalegan bakþanka og langaði að stinga af út aftur. Reyndi að sitja á mér.
Það var of seint að hætta við, vélin var komin í gang, öryggisbeltið spennt og vélin komin á brautarenda tilbúin til flugtaks.
Á ótrúlega stuttri braut fór vélin í loftið. Ég agnúaðist við sjálfan mig að hafa samþykkt þessa bévítans vitleysu að fara með pabba. Ekki leið á löngu þegar ég spurði pabba afhverju hann flygi svona lágt. Svarið var einfalt. Skýin eru svo neðarlega að ég kemst ekki hærra.
Meðfram fjallsbrúnunum skriðum við og að mér fannst, rétt yfir sjávarmáli (mælirinn sýndi samt 5000 fet). Vélin hristist töluvert og ég ríg-hélt mér í stöngina við gluggann í þeirri veiku von um að hún myndi bjarga lífi mínu ef illa færi!!
Ég agnúaðist yfir hristingnum og spurði pabba afhverju í ósköpunum hann gæti ekki farið aðeins lengra frá fjöllunum og út á sjó til að losna við þennan hristing. Svarið var enn mjög einfalt. Ef mótorinn deyr, verður hann að geta svifið á land til að nauðlenda þar. Ekki hægt að nauðlenda í sjónum nema að krassa vélinni. Við þessi orð kom ógleðin
Pabbi viðurkenndi það þegar við vorum að verða hálfnuð til Reykjavíkur að hann hefur ekki lent í því verra en þetta. Þetta kætti mig ótrúlega mikið...eða þannig. Sagði við hann að ef þetta kallast lítill hristingur þá verður hann laminn þegar við lendum í Reykjavík. Þetta fannst Loga bróður ógurlega fyndið.....en ekki mér
sléttum tveimur tímum síðar lendum við farsællega á Reykjavíkurflugvelli. Ég komin með íslandsmet í að hanga á slá (og öxlin eftir því góð), ælan enn í hálsinum eftir allan hristinginn. Dísin mín var með poka orðið fyrir framan sig því hún var líka orðin flugveik af þessum eilífa hristingi.
Ástæðan fyrir því að við vorum svona lengi var að mótvindurinn var í 80-90 á móti okkur svo við flugum aldrei hraðar en á 130-140km hraða (og hristingurinn eftir því). Sama hvað pabbi reyndi að róa mig í því að það væri engin hætta á ferð, þá leið mér samt illa. Náði samt að taka nokkrar myndir til að sanna hetjuskap minn við að stíga upp í svona litlar rellur. Pabbi mátti nú eiga það að hann var iðinn við að segja mér hvað hann væri að gera og afhverju ákveðnir mælar voru að pípa og afhverju kom rautt ljós þarna og svo framvegis. Hann sýndi mér hvernig lendingarbúnaðurinn á Reykjavíkurflugvelli virkar og hvað þarf að varast.
Með hellings lærdóm í farteskinu komst ég heilu og höldnu heim til mín í faðm fjölskyldunnar.
Á morgun tekur svo annað ævintýri við. London ferð með manninum. Flýg út á afmælisdaginn minn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
- 74 fórust í árás Bandaríkjahers
Athugasemdir
Fyrst langar mig bara að segja að þetta er skemmtileg færsla.
Síðan vill ég bara segja það að ég skil þig vel - ég hefði aldrei farið inn í þessa sardínu dós
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.5.2008 kl. 18:26
Ég veit ekki betur en að þú og 'Olöf Helga hafið staðið í ströngu við að mynda væntanleg fermingarbörn og prenta nokkrar til að setja í ramma á veisluborðið. Og þið stóðuð ykkur með sóma; takk, takk
Það var samt skrítið að þú værir ekki með puttana við undirbúning á veisluborðinu, eins og í öll hin skiptin, en einhverntímann er allt fyrst.
Rósa frænka (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:11
Ég hefði heldur ekki þorað að fara í þessa litlu vél
en góða ferð elsku frænka og skemmtu þér vel í London
London er yndisleg borg og alltaf jafn gaman að koma þangað
knús á þig elsku Helga mín og innilega til hamingju með morgundaginn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 20:41
Ég er alger spennufíkill og hefði elskað að fara í svona flugferð, en aumingja þú, gott samt að þú gast tekið myndir, settu endilega fleiri inn, það er fátt fallegra en Vestfirðirnir.
Ég óska þér virkilega góðrar ferðar til London á morgun, veit að þið munuð njóta lífsins, líklega enn betur án mín og Mr. K.
ekki það, að það hefði samt verið ógeðselga gaman að gera eitthvað svona út í loftið saman - gerum það seinna, ok.
Óska þér líka til hamingju með afmælið þitt, Helga mín. Ég kann ekki að setja inn svona flotta kalla og myndir eins og þú, en vona að orðin ein dugi
Þú ert alveg frábær og virkilega gaman að vera bloggvinkona þín, gott að vita af svona hauki í horni eins og þú ert.....
Ég vona að við hittumst einhverntímann en umfram allt, þá vona ég að þú eigir ánægjulegan afmælisdag og góða helgi með manninum þínum í einni af skemmtilegustu borg heimsins!!! London getur ekki klikkað nema maður sé sjálfur klikkaður......
Hafðu það æðislega gott. Ég mun hugsa til þín þegar þú ert á Oxford Street, í leikhúsinu eða where ever.....
Knús frá Lilju Bloggvinkonu
Lilja G. Bolladóttir, 15.5.2008 kl. 02:23
Ég ætla að byrja á að segja " TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!"
og Skemmtið ykkur ógeðslega vel í London og reyni að gera einhvað skemmtilegt með stelpunum ykkar á meðan.
En hey þú hefðir bara átt að koma með okkur aftur suður þetta var rosalega þæginleg keyrsla hjá okkur. Ég sá það sko á svipnum á þér þegar að vélin var byrjuð að keyra af stað að þú vildir bara allra helst hoppa út.
Ólöf Helga Þorvaldsdóttir, 15.5.2008 kl. 11:00
Til hamingju með daginn elsku frænka og skemmtu þér nú vel úti.
Rósa Linnet (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.