. - Hausmynd

.

Nú er það farþeginn sem talar...og afmælisbarnið

Takk fyrir allar kveðjurnar, bæði hér á netinu og öll sms-in sem ég hef fengið í dag. InLove Ef ég hefði svarað öllum sms-unum í dag hefði ég sennilega fengið dágóðan símreikning næstu mánaðarmót! Kissing

Flugum til London svo seinnipartinn og í þetta skiptið átti ég yndislega ljúft flug. Lítil sem engin ókyrrð. Hér var samt ansi þungbúið en hitinn um 15 stig.

Hentum töskunum okkar inn á hótelherbergi sem er það minnsta í veröldinni held ég en eigi að síður fjögurra stjörnu hótel...en er ekki alveg viss hvaðan þeir stálu stjörnunum!!! Fórum svo útfyrir hótelið og löbbuðum smá spöl og römbuðum inn á veitingastað sem heitir Hereford Road. Þetta er svona míní útgáfa af Hereford Steikhúsi nema bara miklu meiri hávaði....hélt að það væri ekki hægt!! Sama uppbygging og svipuð húsgögn og heima. Þjónustan til fyrirmyndar og maturinn rosalega fínn. Fengum okkur nautasteik, ís í vatnsdeigsbollu í eftirrétt og þessu skolað niður með tveimur lífrænt unnum bjórum!!! Whistling Verðið....já... 51 pund (7500kr) fyrir okkur bæði. Ekki svo mikill peningur.

Annað kvöld verður svo farið á sýninguna Mamma Mia og auðvitað eitthvað gott að borða áður. Kannski Oxford Street verði skundað á morgun. Hver veit. Wink

Hafið það gott kæru vinir. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góða skemmtun...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 21:00

2 identicon

Til hamingju með afmælið í gær. Hafið það sem allra best úti og mundi að kíkja á dótið :)

Sóley (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband