15.5.2008 | 23:00
Nú er það farþeginn sem talar...og afmælisbarnið
Takk fyrir allar kveðjurnar, bæði hér á netinu og öll sms-in sem ég hef fengið í dag. Ef ég hefði svarað öllum sms-unum í dag hefði ég sennilega fengið dágóðan símreikning næstu mánaðarmót!
Flugum til London svo seinnipartinn og í þetta skiptið átti ég yndislega ljúft flug. Lítil sem engin ókyrrð. Hér var samt ansi þungbúið en hitinn um 15 stig.
Hentum töskunum okkar inn á hótelherbergi sem er það minnsta í veröldinni held ég en eigi að síður fjögurra stjörnu hótel...en er ekki alveg viss hvaðan þeir stálu stjörnunum!!! Fórum svo útfyrir hótelið og löbbuðum smá spöl og römbuðum inn á veitingastað sem heitir Hereford Road. Þetta er svona míní útgáfa af Hereford Steikhúsi nema bara miklu meiri hávaði....hélt að það væri ekki hægt!! Sama uppbygging og svipuð húsgögn og heima. Þjónustan til fyrirmyndar og maturinn rosalega fínn. Fengum okkur nautasteik, ís í vatnsdeigsbollu í eftirrétt og þessu skolað niður með tveimur lífrænt unnum bjórum!!! Verðið....já... 51 pund (7500kr) fyrir okkur bæði. Ekki svo mikill peningur.
Annað kvöld verður svo farið á sýninguna Mamma Mia og auðvitað eitthvað gott að borða áður. Kannski Oxford Street verði skundað á morgun. Hver veit.
Hafið það gott kæru vinir.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Góða skemmtun...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 21:00
Til hamingju með afmælið í gær. Hafið það sem allra best úti og mundi að kíkja á dótið :)
Sóley (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.