. - Hausmynd

.

Ég lonníetturnar lét á nefið svo lesið gæti ég frá þér bréfið

það er ótrúlegt hvað lífið getur verið grimmt.

Sumir fara í gegnum lífið án teljandi vandræða, fá ekki svo mikið sem stöðumælasekt og svo koma aðrir sem gera ekkert annað en að fá hvert áfallið á fætur öðru. Ég stend föst í þeirri meiningu að það er ekki til vandamál, aðeins verkefni til að leysa.

Það er ósköp eðlilegt að fullorðið fólk veikist. Séstaklega þegar það er komið "á aldur" en ég hef aldrei geta skilið þegar börn þurfa að veikjast alvarlega. Ég geri mér grein fyrir því að við veljum ekki hverjir veikjast og hverjir ekki og ef maður hefði valið myndi maður kjósa að engin börn þyrftu að veikjast. Sumir segja "hvers vegna ÉG" en ég vil snúa því niður og segja "afþví að það er ég, þá þarf ég aðstoð". Hvort sem þessi aðstoð kemur úr lifanda lífi eða einhverstaðar annarstaðar.

Ég las það á bloggsíðu hjá fólki fyrir ekki löngu síðan að það ætti barn sem greint hefði verið með krabbamein. Í byrjun leit þetta "eðlilega" út (ef eðlilegt skal kallast) en svo komust þau að raun um annað. Lítið er hægt að gera fyrir þetta litla grey og verður maður svo leiður og svo reiður í senn að maður veit ekki hvort maður er að koma eða fara Undecided. Þetta fólk er svo heppið að eiga góða að sem hjálpa þeim í gegnum þessa erfiðleika. Þó svo að ekki sé hægt að taka frá þeim sorgina eða staðreyndina um framtíð stelpuna þeirra þá er styrkurinn falinn í því að taka utan um þau, hugga og vera góður hlustandi.

Það á að halda styrktartónleika fyrir þessa litlu hetju í kvöld og vil ég endilega koma því á framfæri hér og nú. Það er hægt að lesa betur til um þessa styrktartónleika hér http://aslaugosk.bloggar.is/blogg/111405/ Það koma margir þekktir fram og ætla þeir ALLIR að gefa vinnu sína og tíma. Allur aðgangseyrir rennur óskertur til Þuríðar litlu. Mér finnst það alveg nauðsynlegt að foreldrarnir geti verið með litlu stelpunni sinni og gert e-ð fyrir hana og með henni þennan tíma sem hún á eftir hér á jörð. Þetta er gott og verðugt málefni þar sem okkar yndislega Ríki gerir ekki ráð fyrir því að fólk eignist börn, hvað þá langveik börn Frown

Now I have made my point clear.

until next.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband