8.11.2006 | 22:35
Áfram áfram áfram bílstjórinn
Ég var að dressa mig í íþróttagallann og var á leið í blakið þegar ég kem fram af baðinu og mæti þar Stefáni og hann segir við mig afar rólega (eins og honum er lagið) að það hafi verið keyrt á Söndru Dís . Ég leit á hann eitt augnablik og hann sýndi engin svipbrigði og vonaðist til að hann hafi e-ð mismælt sig eða ég hafi ekki heyrt rétt en þá heyri ég í rödd fram á gangi af einhverjum ókunnugum. Ég stekk af stað fram á gang til að athuga þetta nánar með Stefán á hælunum og sá þar Söndru Dís hágrátandi og eldri konu með henni sem var að brotna saman líka. Ég vissi ekki hverju ég átti von á en konu greyjið muldraði að það þyrfti að fara með barnið á spítalann og láta athuga hana svo komu orðin í belg og biðu út úr konunni og hún var alveg að fá tauga áfall. Ég varð alveg ringluð yfir því hvað var að gerast og vonaðist til að þetta væri e-ð grín þó þetta væri lélegt grín. Stefán reyndi að róa konuna sem var mikið niðri fyrir og ég reyndi að ná tala af Söndru Dís sem hágrét. Ég vissi aldrei hvort hún var að gráta af sársauka eða hvort hún var að gráta yfir því að hafa fengið bíl næstum yfir sig.
Þegar allir voru svona orðnir þokkalega rólegir sagðist konan hafa séð Dísina allt of seint og Sandra Dís sagðist ekki hafa séð bílinn . Þær voru báðar mjög heppnar, konan að hafa séð hana í tæka tíð og Sandra Dís að hafa bara fengið dekkið utan í sig en ekki yfir sig. Eins talaði hún um að lýsingin á gangbrautinni væri fyrir neðan allar hellur. Ég vissi það að það var alveg rétt.
Ég fékk svona sjokkið eftir á en konu ræfillinn hágrét á leiðinni út og þakkaði Guði fyrir að ekki fór verr. Ég er svo hjartanlega sammála því að ég þakka fyrir að ekki fór verr. Nú ætla ég að senda fyrirspurn á Álftaneshrepp um hvort ekki megi bæta lýsinguna á gangbrautum bæjarins.
kveðja
Helga....enn í nettu sjokki....þrátt fyrir að meiðslin séu minniháttar.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.