17.5.2008 | 21:52
Mind the gap
....ekki búðin altso!
Ég vildi fá enn meira ævintýri í ferðina og bað Stefán um að koma með mér í underground. Hann samþykkti það en með semingi þó. Lofaði honum því að ég hefði stúderað kerfið frá A-Ö á meðan hann horfði á imbann. Ég var full sjálfstrausts og þrammaði niður í undirgöngin eftir að hafa verslað miða. Þurftum að taka skiptivagn þar sem við ætluðum á Piccadilly. Allt gekk eins og í sögu en Stefáni mínum fannst þetta orðið ansi þétt skipaðir vagnar...fólk þurfti virkilega að troða sér til að komast bæði inn og út. Mér fannst þetta bara gaman.
Þrömmuðum Piccadilly og þar rak ég augun í Prada verslun. Ég sagði við Stefán að ég YRÐI að fá fílínginn á að fara inn í Prada. Hann hélt það nú...vissi EKKERT út í hvað hann var að fara. Þegar við nálguðumst glerdyrnar var dyravörður sem opnaði fyrir okkur. Ég leit brosandi á Stefán og sagði að ég vissi ekki að við myndum fá inngöngu inn í verslunina. Stefán leit á mig og leit í kringum sig og fölnaði. Ég alsæl gekk inn í verslunina og rak augun í voða fallega tösku. Fann að sjálfsögðu hvergi verðmiða og kallaði á afgreiðslumanneskju sem sagði mér að þessi litla handtaska kostaði 435 pund. Stefán hrópaði uppyfir sig og bað mig VINSAMLEGAST að koma mér út. Ég ákvað að hlýða því en með semingi þó. Vissi að ég hefði aldrei efni á að kaupa mér svo mikið sem SOKKA í þessari ágætu verslun.
Þegar við vorum komin út leit Stefán á mig og sagði: "Helga, í alvöru...við erum klædd eins og TÚRISTAR með bakpoka á bakinu...ekki biðja mig um að fara í svona verslanir nema að við séum klædd skynsamlega".
Ég leit á hann til baka og afsakaði þetta og lofaði því að biðja hann um að fara í jakkafötunum næst þegar við ætlum að þramma verslunargötu.
Næst sá ég Dolce & Gabbana verslun og sagði við Stefán að ég YRÐI að fá að fara þarna inn. Hann vissi enn ekki hvað hann var að fara út í en var mjög varkár yfir þessu öllu. Leit í kringum sig þegar við vorum kominn inn og slakaði aðeins á. Það voru ekki 10 öryggisverðir á hverja 10fm eins og í Prada búðinni. Ekki voru verðin skárri þar svo við fórum aftur tómhent út.
Næst fundum við verslun sem heitir Posh og er við Piccadilly street. Þetta var leðurbúð og þar sá Stefán rosalega flottan leðurjakka. Hann var á ágætu verði svo við vorum á því að kaupa hann nema að afgreiðslumaðurinn sagðist vera með fullkomna kápu handa mér. Ég leit á hann til baka og benti honum á það að hann ætti ekki nóga stóra á mig.
Eftir örskamma stund kom hann með þessa flottu kápu sem passaði AKKÚRAT á mig. Féll gjörsamlega fyrir henni. Enduðum á að kaupa bæði kápu á mig og jakka á hann.
Þegar við komum út vildi ég sko ENDILEGA fara í kápuna og fá hann til að fara í jakkann sinn. Hann spurði mig afhverju...nú svarið var einfalt. Ég ætlaði sko AFTUR inn í Prada....skynsamlega klædd.Hann tók það ekki í mál....!!
Endaði svo inn í "krókódílabúð" (Lacoste) og keypti þar rosalega flotta handtösku, svarta og hvíta. Ég var beðin um að kaupa eitthvað sætt fyrir eina vinkonu sem við erum að kveðja. Féll alveg fyrir henni. Nú er bara að sjá hvort þessi ágæta kona líkar þessi "krókódíla" vara.
Skelltum okkur svo aftur heim með lestinni. Hún gekk eins og í sögu eins og áður...enda að verða veraldarvön í þessum efnum.
Á morgun er svo stefnan tekin á Sightseen um borgina.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
- 74 fórust í árás Bandaríkjahers
Athugasemdir
Ég las færsluna það hratt að ég las síðustu línuna svona: "Á morgun er svo Stefán tekin á Sightseen um borgina."
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.5.2008 kl. 22:02
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.5.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.