20.5.2008 | 19:19
Síðasta vígið fallið!!
Ég stóð við gefið loforð við dætur mínar og fór og keypti Naggrís. Fengum einn gefins ásamt búri og enduðum í Dýraríkinu að kaupa annan svo ekki verði barátta með hver fær að halda og hvenær og hvor á meira en hin!
Dýrið sem við fengum gefins var strákur, voðalega fallegur og var það eindregin ósk mín að annar strákur kæmi á heimilið, ekki stelpa...hafði ekki hugsað mér að hafa útungunarstöð á Álftanesinu!!
Sunna var nú ekki kát með að fá ekki stelpu svo ég setti úrslitakosti, stelpa á heimilið = dýralæknir gerir tjopptjopp aðgerð á hinum. Þá sættist hún á strákinn sem hún fann í búðinni. Hamingjusamar systur fóru svo heim og búrið undirbúið fyrir dýrin. Veit samt ekki alveg afhverju við þurfum búr því ekki hafa grísirnir þeir Mikki (Sunnu grís) og Heikir (Dísu grís) fengið að fara ofan í það enn!!! Er farin að vorkenna þeim all svakalega nú þegar.
Nú er það bara stóra spurningin hvort stelpurnar standi við gefin loforð um umhirðu dýranna eða hvort þetta lendi allt á mér....eins og svo margt annað!!
Nú get ég loksins sagt að ég eigi 5 grísi, 10 fiska og einn eiginmann
Þess má til gamans geta að Dísin mín er djúpt sokkin í lestur Ísfólksbókanna og nafnið á grísinn sinn dró hún úr þeim bókum, Heikir.
Svo var Lilja Bolla að tala um skrítna fjölskyldu.....BULLSHIT
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Æjjj Sunna hlýtur að vera í skýunum núna og Sandra ekki síður. Það verður gaman að koma í heimsókn og kíkja á nýju grísina.
Mín litla sál þolir samt ekki að koma strax og sjá yngstu hnoðast með greyjið og ætla að nota hann sem dúkku eins og nagrísinn sem kom í heimsókn á meðan ég var að passa þær.
Ólöf Helga Þorvaldsdóttir, 21.5.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.