. - Hausmynd

.

Fjölskyldan í hnotskurn

Þegar maður er vakinn með loðdýr í andlitinu þarf maður að venjast ýmsu. Þetta eru ósköp indæl grey sem börnin eiga. Get ekki annað sagt. Stöðvaði reyndar illa meðferð á dýrunum í dag. Sunna fær vinkonur sínar í heimsókn til sín eftir leikskóla eins og svo oft áður nema í þetta skiptið komu ekki nokkrar....heldur hálfur leikskólinn!! Svona næstum.

Mikil spenna var að hnoðast með hnoðrana og ákvað ég að leyfa þeim það en undir smásjá. Eins og svo oft áður var ég að sinna heimilisverkum þegar ég heyri í krakka skaranum inn í herberginu skella hvað eftir annað uppúr. Ég ákvað að athuga hvað væri í gangi og sá þá mér til mikillar skelfingar að dýrin voru notuð til að búa til rússíbana, flugvélar, teygjustökk...án teygju svo eitthvað megi telja. Ég sá skelfingarsvipinn á dýrunum (án gríns) og stöðvaði leikinn með það sama. Greip litla hnoðrann sem sá sér leik á borði og skaust upp handlegginn minn og beint í hálsinn og þar tísti hann eins og hann ætti lífið að leysa.

Ég skipaði Sunnu að fara með Heiki í búrið og sjálf tók ég Mikka sem nötraði af hræðslu innan undir treyjunni minni.

Dýrin voru frelsinu fegin að komast í búrið sitt og með það stakk krakka skarinn af út....Thank god!

Mikki
Heikir
Mikki og Heikir
Sunna með hnoðrana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ji hvað þetta eru fallegir naggrísir! og barnið auðvitað gullfallegt!  Eins gott að vakta dýrin, því þau geta því miður ekki varið sig og börn auðvitað svo saklaus og vita ekki alltaf hvar mörkin liggja. 

Gangi ykkur vel.

Emma Vilhjálmsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Okkar naggrís hét Heded...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.5.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband