. - Hausmynd

.

Ekki bara EIN dramatísk drottning...heldur TVÆR!!!

Það snýst allt um nýju fjölskyldu meðlimina þessa dagana. Eðlilega myndi ég segja. Dísin mín er dálítið til baka með umhirðu og umgengni en er allt að koma. Mjög dugleg að passa upp á vatnið hjá þeim...ennþá og gefa þeim kál og grænmeti.

Sunna litla heldur að þetta séu tístu-dúkkur því hún hefur komist að því að ef hún kreistir þá dálítið um þá miðja, þá tísta þeir...frekar hátt! Hér gætir einhvers misskilnings því þetta eru víst ekki tístu-dúkkur!!

Ég ákvað að skella enn meiri ábyrgð á stelpurnar og sagði þeim að fara út og viðra grísina þrjá. (já, ég gleymdi því...það er víst kominn sá þriðji...reyndar bara tímabundið...VONANDI.) Ég sagði við þær að þær mættu undir ENGUM kringumstæðum líta af þeim. Fylgja þeim hvert sem þeir færu og grípa þá ef þeir sýndu merki um strokufanga.

Ég fer út til að aðgæta málin og gæta þess að þeir séu ekki notaðir sem tístu-dúkkur....eða dúkkur almennt séð því Sunna fór út með kerruna sína og pakkaði einu dýrinu inn og notaði sem dúkku.

Næst þegar ég lít út um svaladyrnar sé ég að það vantaði Mikka, þennan hvíta og brúna. Ég spyr stelpurnar hvar hann væri og þá svaraði Sunna að hann væri undir kerrunni hans pabba. Mér fannst Sunna vera dálítið utan við sig þegar hún sagði þetta og ákvað að ganga frekar á eftir því og aðgæta að dýrinu sjálf.

Hvergi sá ég Mikka og litaðist ég í kringum mig og sá þá hvar Sunna lá í grasinu og var EKKERT að spá í þessu. Ég bendi henni á að ég sæi hvergi Mikka svo hún yrði að finna hann. Það kom þessi líka skelfingarsvipur á barnið og á augabragði fylltust augun af tárum og ef gleraugun hefðu ekki verið á nefinu á henni hefði hún geta vökvað okkar 700m² grasflöt á nokkrum sekúndum. Hugsaði ég með mér á þeirri sekúndu að ég ætti ekki bara eina dramatíska drottningu....heldur eru þær TVÆR!! Hvers á ég að gjalda? Shocking

Hún hljóp eins og hauslaus hæna fram og til baka og kallaði á Mikka án árangurs. Tauga titringurinn og dramað var það mikið að ekki náðist samband við Sunnu á einn né annan hátt svo ég ákvað að fara og hjálpa þeim að leita af honum.

Ég veit að þetta eru "holu dýr" svo ég ákvað að leita undir öllu sem gæti hugsanlega verið holrúm inn í og fann ég hann undir slátturvélinni. Ekki tók betra við að ná honum því það var ekki í boði. Eins og sápustykki rann hann alltaf úr höndunum okkar en eftir hetjulega baráttu höfðum við betur. Aumingja dýrið var svo skelkað að hárin gjörsamlega hrundu af honum.

Ekki sýndu hinir gaurarnir þeir Heikir (Lind af ætt Ísfólksins) og Snoopy neitt fararsnið þrátt fyrir að gleymst hafi að fylgjast með þeim svo ég fór inn og sótti "flóttamannaólina" (naggrísaól) og setti Mikka í það og bað stelpurnar um að sleppa ekki taumnum undir nokkrum kringumstæðum.

Skömmu síðar voru þeir settir í búrið sitt, sáttir við að hafa fengið að bíta gras. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þvílíkt ævintýri... fyrir börnin

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 260128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband