. - Hausmynd

.

Þriðjudagur 10. júní 2008

...þá eigum við Sunna að koma inn á Barnaspítala Hringsins og þar mun hún byrja daginn á því að fá svokallað skuggaefni og í röntgen. Þá kemur það fyrst í ljós hvers eðlis þetta er og hversu mikil aðgerð er í nánd. Errm

Dagarnir í vinnunni hafa verið hálf skrítnir. Svona nokkurskonar "öll ljós kveikt en enginn heima" og ekki bætir úr því þegar ég er ný búin að taka inn sterapústið mitt, þá líður mér eins og ég sé með svo mikla orku sem þarf að springa út einhverstaðar og þar sem ég get ekki látið hana springa út í vinnunni, þá byrja ég að titra. Mjög óþægileg tilfinning. Annars sprakk ég á því í gær í vinnunni og náði mér í blauta tusku og fór að þrífa allt á skrifborðinu mínu, henda ónýtum teikningum og laga allt til. Þegar ég var búin að taka kastið leið mér bara ekkert betur. Allt í einu horfði ég á borðið mitt sem var tómt og fór að velta því fyrir mér hvort ég komi ekki örugglega aftur í vinnu Shocking

Þarf greinilega að pústa mig bara þegar ég kem heim....þá verð ég eins og stormsveipur um húsið LoL

Lá við að ég sótti slatta úr ruslinu aftur til að hafa á borðinu....svona bara til að friða allan þennan tómleika á skrifborðinu Tounge

Í dag var svo sumarhátíð í leikskólanum hjá Sunnu og þar sem ömmur og afar eru ekki tiltæk gat ég ekki látið mig vanta. Mætti í ágætis veðri, krakkarnir í góðum gír og allir með mömmu, pabba, ömmu eða afa hjá sér til að halda í höndina á. Ein úr Sunnu hóp hafði ekki neinn og varð að láta eina fóstruna nægja. Það stakk mig og var afskaplega þakklát því að hafa pressað út að ég færi á hátíðina og blandað geði við aðra foreldra og börn. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég vona að það gangi allt vel hjá ykkur á spítalanum og þið komið hinar sprækustu heim sem fyrst!!

Vildi að ég fengi svona tiltektaræði eins og þú, ég tek líka sterapúst en kannast ekki við svona orkutilfinningu í kjölfarið....

Lilja G. Bolladóttir, 7.6.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband