11.6.2008 | 10:15
dugnaður stórfjölskyldunnar
Það er búið að vera svo yndislegt veður að maður veit bara ekki hvað maður á að gera af sér.
Við Sunna ákváðum að skella okkur í hjólatúr og hjóluðum við inn í Hafnarfjörð. Skottan var ótrúlega dugleg og hjólaði eins og herforingi alla leið. Stoppaði tvisvar til að fá sér vatnsdreitil. Heimsóttum vinkonu mína og litla skottið hennar en ákvað að hringja í Stefán og biðja hann um að sækja okkur. Gat ekki lagt það á barnið að hjóla heim líka. Bara önnur leiðin er um 7 kílómetrar og við vorum búnar að hjóla þó nokkuð á Álftanesinu áður en við fórum í ævintýraferðina í Hafnarfjörð.
Í morgun bauð ég henni að hjóla á leikskólann sem hún vildi endilega og fórum við hjólandi þangað. Fengum góðar móttökur þar, kvaddi skottuna og ég hjólaði svo áfram í vinnuna.
Ég er brunnin í andlitinu eftir gærdaginn og ekki skánaði þetta núna. Eldrauð í framan....svona eins og karfi
Búinn að heyra í lækninum og ætlar hann að taka hana eins fljótt og auðið er í aðgerð. Hljóðið var annars fínt í dokksa.
Nú þarf maður að sitja innilokaður á kontórnum í dag. Verð sennilega með hugann úti
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Erlent
- Hæstiréttur skipar Trump að stöðva brottvísanirnar
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
- 74 fórust í árás Bandaríkjahers
Athugasemdir
Já veðrið er himneskt núna
og gott að vera úti í sólinni,þetta er ekta veður til að hjóla,vonandi gengur allt vel með dóttur þína elsku Helga mín.knús knús og sólarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.