. - Hausmynd

.

dugnaður stórfjölskyldunnar

Það er búið að vera svo yndislegt veður að maður veit bara ekki hvað maður á að gera af sér.

Við Sunna ákváðum að skella okkur í hjólatúr og hjóluðum við inn í Hafnarfjörð. Skottan var ótrúlega dugleg og hjólaði eins og herforingi alla leið. Stoppaði tvisvar til að fá sér vatnsdreitil. Heimsóttum vinkonu mína og litla skottið hennar en ákvað að hringja í Stefán og biðja hann um að sækja okkur. Gat ekki lagt það á barnið að hjóla heim líka. Bara önnur leiðin er um 7 kílómetrar og við vorum búnar að hjóla þó nokkuð á Álftanesinu áður en við fórum í ævintýraferðina í Hafnarfjörð.

Í morgun bauð ég henni að hjóla á leikskólann sem hún vildi endilega og fórum við hjólandi þangað. Fengum góðar móttökur þar, kvaddi skottuna og ég hjólaði svo áfram í vinnuna.

Ég er brunnin í andlitinu eftir gærdaginn og ekki skánaði þetta núna. Eldrauð í framan....svona eins og karfi LoL

Búinn að heyra í lækninum og ætlar hann að taka hana eins fljótt og auðið er í aðgerð. Hljóðið var annars fínt í dokksa. Smile

Nú þarf maður að sitja innilokaður á kontórnum í dag. Verð sennilega með hugann úti Pouty


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já veðrið er himneskt núna  og gott að vera úti í sólinni,þetta er ekta veður til að hjóla,vonandi gengur allt vel með dóttur þína elsku Helga mín.knús knús og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband