26.6.2008 | 23:46
Tönn í óskilum
Það kom að því að litli gormurinn minn yrði "fullorðin".
Stefán minn er kominn í sumarfrí og átti að gerast "heimavinnandi húsfaðir" með öllum þeim köllum og skyldum sem sá titill fylgir. Hann gerðist samt rosalega duglegur og málaði húsið svo ég fyrirgaf honum undir eins heimilisverkaleysið. Svo kláraði hann það og til að koma sér undan öllum skyldum þá ákvað hann að fara norður á Hótel Mömmu með litla gorminn með sér.
Í gær ákvað hann samt að hafa gott að borða handa okkur svo hann fór í búðina með Sunnu með sér og verslaði inn. Það var gott og blessað nema að tönnin sem var búin að vera laus ansi lengi hjá Sunnu litlu, losnaði endanlega þegar þau voru að versla í Fjarðarkaup. Auðvitað þurfti hún að handfjatla tönnina og á endanum missti hún hana úr höndunum á sér (en ekki hvað) og þrátt fyrir leit, fannst hún ekki. Það var mikil sorg hjá minni því hún var búin að heyra svo oft talað um Tannálfinn og hann væri sko ekki minna gjafmildur en sjálfur jólasveinninn.
Stefán náði að róa hana með því að Tannálfurinn fengi alveg vitneskju um tannmissi svo hún þyrfti ekki að óttast. Það passaði, um leið og hún vaknaði í morgun, kíkti hún undir koddann og viti menn....þar lágu FULLT af peningum og meira að segja einn rauður seðill.
Hún hentist framúr til að sýna pabba sínum hvað Tannálfurinn var gjafmildur þrátt fyrir að sönnunargögnin um tönnina hefðu aldrei verið til staðar.
Hún skellti klinkinu í baukinn og hljóp fram með seðilinn í hendinni, velti honum aðeins í lófanum og kom svo til mín aftur mjög djúpt hugsi á svip og spurði mig hvort ég ætti ekki svona "seðla sléttujárn". Mér fannst þetta fyndið og leit á seðilinn þar sem hann var dálítið krumpaður en hugreisti hana á því að hann myndi sléttast í seðla-umslaginu. Hún tók þessu sem gott og gilt og fylgdist vel með því þegar ég stakk seðlinum í umslag merktu henni.
Nú njóta feðginin lífsins á Akureyri í rjómablíðu (eins og alltaf að sögn Akureyringa) og ekkert vitað hvenær þau koma heim aftur. Viktorían mín aldrei heima, Sandra Dís enn með vinkonu sinni á Höfðaströnd fyrir vestan (en fer nú að koma heim) svo eftir sit ég ein í koti....hálf tómlegt. Fór reyndar aðeins út að mynda í kvöld....og ætla svo sannarlega að gera það aftur á morgun...og laugardag....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Æ ææ það er alltaf sorg þegar tönn týnistþað hefur komið fyrir hjá mínum og þá hefur einmitt verið mikið um grát en Tannálfurinn er mjög svo sniðugur og flottur að vandaknús á þig frænka og ljósmyndin þín er bara flott frænka enda ertu snillingur með myndavélina.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.6.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.