27.6.2008 | 13:57
Grísir til læknis
Ég ákvað að fara með naggrísina Mikka og Snopy til læknis þar sem ég vildi láta sprauta þá gegn húðmaurum og svona almenna heilsufarsskoðun í leiðinni. Var búin að panta tíma og átti tíma í morgun kl 9.
Ég útbý kassa og set dagblöð, sag og korn í hann ásamt mat og grænmeti, næ í gaurana og skelli þeim í kassann. Þeir voru skelkaðir að fara í nýtt umhverfi og ekki skánaði það að vera troðið inn í bílinn og ekið af stað.
Ég rogaðist með kassann inn á dýralæknastofuna í Garðabæ og setti þá á borðið og hlammaði mér svo í stólinn eftir að hafa tilkynnt þá inn og gefið upp nafnið á þeim félögum. Áttaði mig skyndilega á því að ég hafði farið út án þess að grípa með mér veskið svo nú voru góð ráð dýr. Vandræðaleg sagði ég stelpunum í afgreiðslunni frá vandræðaganginum og var ekkert mál að fá að millifæra á þær eða koma bara aftur þegar ég væri búin að sækja veskið. Ég ákvað að hinkra og renna heim eftir læknisskoðunina og sækja veskið.
Við hliðina á mér á stofunni sat kona með svartan kött í fanginu. Kötturinn sá arna leit lostafullur á kassann og ég sá alveg í hvað stefndi. Rófan á svarta kettinum var farin að sveiflast full mikið til og teygði hann meira og meira úr hálsinum í áttina að kassanum svo mér var ekki farið að standa á sama. Ákvað í góðmennsku minni að ná í einn grísinn í kassann og halda á honum. Snoopy var í fanginu á mér þegar Mikki var farin að láta í sér heyra. Hann var afbrýðisamur að fá ekki að vera með líka svo ég ákvað að ná í hann og hafa þá bara hjá mér svo kötturinn myndi ekki hafa frekar áhuga á veiðimennsku.
Strákarnir voru ansi stressaðir og vildu þeir fara inná mig svo ég greip Snoopy og ætlaði að taka hann út úr hálsmálinu á mér en eitthvað var hann hvumpinn og í stað þess að sleppa klónum af hálsmálinu, beit hann mig í fingurinn. Ég vildi ekki vera með óhljóð á stofunni svo ég hvæsti á Snoopy að sleppa fingrinum annars hefði hann verra af. Ekki sleppti hann takinu og ekki gat ég hrist hann af mér því þá hefði ég hlotið enn verri skurð á fingurinn svo ég reyndi að láta lítið á þessu bera en var alveg sannfærð um að ég var orðin græn í framan við að halda niðri sársauka stununni. Skyndilega er eins og dýrið hafi áttaði sig og sleppti fingrinum sem var orðinn ansi dofinn af sársauka því tennurnar í þessum dýrum eru brjálæðislega beittar.
Ég setti þá í búrið jafn hraðan og reyndi að fela vegsummerkin af blóðinu sem dropaði úr fingrinum á mér. Sár kvalin krosslagði ég hendur og litaðist í kringum mig eftir plástri eða einhverju til að þurrka mesta blóðið í burtu. Það eina sem ég fékk út úr þessu var að bolurinn minn var allur út í blóði en það vildi því til happs samt að ég var í rauðum bol svo það sást ekki svo glatt blóðblettirnir. Fljótlega hætti samt að blæða en eftir stóðu tvö "vegleg" göt í vísifingri, ofaná og neðan.
Loks komumst við inn til dýralæknisins sem skoðaði þá fram og til baka og dásamaði hvað þeir væru góðir og leyfðu henni að toga þá og teygja. Svo kom sprautan og Sunna dýralæknir bað mig um að halda í framlappirnar svo hún gæti sprautað í hnakkann og ég var sannfærð um að dýrið myndi læsa tönnunum í handarbakið á mér til að láta í ljós óánægju sína. Aumingja Snoopy ýlfraði eins og stunginn grís þegar hún sprautaði en sem betur fer læsti hann ekki tönnunum í mig heldur lét það nægja að ýlfra. Sömu sögu var af Mikka greyinu sem ýlfraði eins og Snopy við sprautuna.
Með sáran fingur og móðgaða grísi, renndi svo heim og náði í veskið mitt og brunaði að borga þjónustuna. Eigum tíma eftir hálfan mánuð í sömu pyntingameðferð....verð bara með járnhanska
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.