. - Hausmynd

.

tómlegt í koti

Það er búið að vera tómlegt í kotinu. Viktoría hefur reyndar verið meira og minna heima, mér til halds og trausts. hafði það af að taka til í ruslakompunni hennar Sunnu, tók að vísu 3 daga að fara í gegnum allt draslið og sortera.....almáttugur hvað börnin eiga mikið af drasli.

Dísin mín fagra kemur heim seint í kvöld eða eitthvað eftir miðnætti. Hún er búin að vera með vinkonu sinni á Höfðaströnd í Jökulfirðinum síðan 6. júní. Heyrði í henni nokkrum sinnum og í síðasta skiptinu sem ég heyrði í henni var hún farin að eygja augunum heim í mömmu kot. Ekki skrítið.

Í stað þess að missa sig í fjarveru frá heimili, hef ég verið heima meira og minna. Mamma hefur boðið mér í mat 2x sem er bara frábært. Finnst eins og Stefán og Sunna séu búin að vera í burtu í margar vikur!!! (eru samt ekki "nema" 3 dagar). Ótrúlegt hvað maður saknar þeirra fljótt. Ekki það að okkur Viktoríu hefur liðið mjög vel saman....í sitt hvoru herberginu...í sitt hvorri tölvunni....ekkert spjallað saman....nei...GRÍN Tounge

Fórum saman í Bíó á föstudaginn. Mjög fínt. Á myndina "Big Stan". Mátti alveg hlæja að henni.

Fórum svo að mynda og tók ég þessa mynd þá.

The Pearl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband