21.7.2008 | 02:09
myndir
Setti inn slatta af myndum inn í albúmið. Ekki eru allir sáttir við að birta myndir af sér á netinu svo ég tek tillit til þess og set ekki inn myndir af þeim sem óska eftir því að ekki séu birtar myndir af viðkomandi. Elsta dóttir mín er í þessari krísu svo það er betra að biðja um leyfi fyrir myndum sem gætu verið af henni eða brot sem gæti líkst henni!.
Eins hef ég fengið þær fréttir að ekki eru allir sáttir við mínar myndir eða vinnslu við þær svo ég biðst velvirðingar ef einhverjum finnst ég hafa farið yfir strikið í því en ég lít á myndir sem list. Listin er teygjanleg og má túlka á hvaða hátt sem er. Þetta er mín túlkun og ég stend við það. Ef ég vil gera mynd að abstrakt, þá geri ég það og spyr engan um leyfi svo lengi sem ég á myndina sjálf.
Ef einhverjum líkar það sem ég geri, þá er mjög gaman að fá komment á það. Ekki er hægt að gera öllum til hæfis, ég geri mér grein fyrir því enda er ég ekki að leita eftir því. Ég tek myndir mér til skemmtunar og dægrastyttingar, ekki til að hæfa Jóni eða Séra Jóni.
Hér er svo prinsessa sem finnst fátt eitt skemmtilegra en að láta taka myndir af sér....ennþá!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Þetta er bara flott hjá þér elsku frænkan mínhaltu áfram að gera það sem þér þykir skemmtilegtog yngsta gullið er bara flott ekta prinsessa
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:38
Mér finnst myndirnar þínar bara flottar og auðvitað mátt þú gera það sem þú vilt við þær myndir sem þú tekur sjálf!!
Bestu, bestu kveðjur
Lilja G. Bolladóttir, 22.7.2008 kl. 01:39
Mér finnst þetta bara flott hjá þér og flottur hugsunarháttur.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.7.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.