23.11.2006 | 18:47
jólasveinninn minn, jólasveinninn minn
það er ótrúlegt hvað jólin nálgast hratt. Maður hefur ekki undan að telja. H.Sunna kom til mín í fyrradag og sagði: "mamma, hvenær er 9. desember?" Ég varð agndofa yfir þessari spurningu og sagði henni hvenær sá dagur myndi renna upp og hún jánkaði því. Svo fór hún og ég sat eftir eitt stórt spurningamerki. Ég fór á að velta því fyrir mér hvað þessi 9 desember hefði í för með sér og komst að þeirri niðurstöðu að sennileg kemur Hr. Jóli og gefur í skóinn....semsagt þá um nóttina aðfaranótt 10 des. Ég fékk nettan hroll við tilhugsunina....ekki vegna þess að Hr. Sveinki kemur heldur að þá er ég ALVEG að verða búin með öll prófin mín....og hrollurinn stafaði af því að HELV"#$$% prófin eru eftir VIKU ......jeremías og jólaskór.....þetta er hrikaleg tilhugsun að vera í prófum.
Ég fór í stærðfræðipróf í gær og gekk svona glimrandi vel að ég veit að einkunin verður vel yfir 8....sem er nokkuð gott fyrir mitt "selfesteem" og svo var ég í eðlisfræðiprófi í dag og viti menn.....Helga litla var nr 4 sem skilaði prófinu af vel á 4 tug semsagt gekk svona glimrandi vel. Svo er heimapróf í stæ5003 á morgun svo ég fer í skólann kl 8 og kem ekki heim fyrr en það er búið og geri ég ekki ráð fyrir því fyrr en miðnætti
Pabbi og Gurra komu með Guðrúnu Öldu í gærkveldi. Þau voru að fara fljúga út til Prag svo ég ætlaði að vera með Guðrúnu og Loga þennan tíma sem þau verða úti. Ég þarf semsagt að keyra krakkana mína í skóla/leikskóla og svo Guðrúnu og Loga í Mos í skóla/leikskóla. Ég ætlaði að gefa mér ca 40 mín að keyra krakkana í Mos og koma mér í skólann. Jú.......þetta passaði...ég var 40 mín og 20 TIL VIÐBÓTAR......dísess hvað þetta tekur langan tíma. Ég eyddi næstum einum og hálfum tíma í að keyra og senda krakkana áður en ég komst í skólann og ekki nóg með það að ég mætti í skólann korter í 9 (30 mín of seint), var til 9:45, rauk þá á fund á Lansann var þar til 11:30, rauk þaðan í Hafnarfjörð á annan fund (var 10 mín of sein á hann), lauk þeim fundi kl 12:40, rauk þá í skólann til að taka eðlisfræðiprófið. Kláraði það 14:45, þá var rokið af stað í Mos að sækja krakkana, Þaðan beint á Álftanesið að sækja mína krakka þar sem ég þurfti að vera mætt með SD til læknis kl 16!!!!!!!!!! Eftir lækninn fannst ég að ég væri að flýta mér enn svo mikið að ég rauk í burtu frá lækninum...gleymdi ekki börnunum....nei...en ég gleymdi AÐ BORGA . Ég var búin að festa börnin í stólana og gat ómögulega tekið þær aftur úr þar sem ég var búin að mæla mér mót við mann eftir 5 mínútur á Grensásvegi að ég rauk í burtu og ákvað að hringja í Glæsibæinn á morgun.
Vá hvað sumir dagar geta verið strembnir. Ég var svo þreytt á leiðinni heim að ég hringdi í Dominos og sagðist vera að koma og sækja pizzur til þeirra. Gaf krökkunum að borða og lét renna í baðið handa þeim.....og þar eru þær víst enn.....
Verð að hendas.
Helga miss busy
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
13 dögum fyrir jól þá kem ég til manna. Eins gott að hafa svona hluti á hreinu. Kveðja Elín
Elín Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.