28.11.2006 | 14:46
illa farið með mann!
ég veit að ég á ýmislegt skilið....kannski átti ég það skilið að vera farið illa með mann á árshátíðinni hjá TUL.ehf Það er regla á vinnustaðnum þegar árshátíðir eru að allir starfsmenn komi með einhver skemmtiatriði. ég var búin að vera á kafi í skólanum eins og gengur og gerist og hafð svosem engin skemmtiatriði sem slík en var með "reikni-kennslu" í staðin . Það gekk bara fínt.
Lovísa (dóttir Hansa, eiganda TUL.ehf) kallaði á mig og bað mig um að hjálpa sér aðeins. Hún hefði gleymt skemmtiatriðunum heima og var ekki með neitt tilbúið nema var með blað sem voru einhverjar spurningar á. hún bað mig um að svara þessum spurningum. Ég vissi að það var e-ð plott í gangi en hún sór þess EIÐ að ekki væri um neitt plott . Eigi að síður lét hún mig skrifa svörin á annað blað
spurningarnar voru á þessa leið:
1) hvað er það besta við börnin þín?
svar: Þau eru að sjálfsögðu æðisleg, falleg, vel gefin og skemmtileg
2) hver er rómantískasta stundin sem þú getur hugsað þér
svar: sitja við arineldinn með hvítvín og góða tónlist
3) hvað er það besta við ketti?
svar: þá má skjóta!
4) hvernig ilma rósir?
svar: unaðslega
5) hvað er 35+42
svar: annað en tölur? 77
Ég benti svo Lovísu á það að ég ætlaði ekki að taka þátt í þessu ef þetta er e-ð skítaplott. Hún lofaði öllu fögru og með það fór ég......hálf efins!
Svo kom að Lovísu og Jóhanni Gísla að halda þetta skemmtiatriði og tóku þau blaðið upp og bentu ÖLLUM á það að ég hefði svarað þessum spurningum eins einlægt og ég frekast gat.
svo kom rullan:
1) Hvað er það besta við Martein? (hann er breskur arkitekt hjá TUL)
svar Helgu: hann er að sjálfsögðu æðislegur, fallegur, vel gefinn og skemmtilegur
2) Ef þú fengir að eyða einni kvöldstund með Hansa (eiganda TUL), hvað myndiru gera?
svar Helgu: sitja við arineldinn með hvítvín og góða tónlist
3) Hvað er það besta við Svein (smiðinn hjá fyrirtækinu, ungur og laglegur strákur)
svar Helgu: Hann má skjóta
4) hvernig er að vinna hjá Hansa?
svar Helgu: unaðslegt
5) hvað er Bangsi gamall? (hann er yfir smiðurinn á verkstæðinu, miðaldra maður)
svar Helgu: 77 ára
Óboj hvað þetta var vandræðalegt. Dósin skipti út blaðinu sem ég svaraði eftir og lét þetta líta all verulega illa út fyrir mig....en það hlógu allir að þessu.....nema ég
Þetta bíður betri tíma.....it is aint over until the fat lady sing
the fat lady
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.