. - Hausmynd

.

sumarið senn á enda

Við höfum haft mjög gott sumarfrí saman. Margt skemmtilegt brallað en það var eitt og annað sem skyggði á okkar ágæta frí.

Fyrstu leiðindin byrjuðu þannig að við fórum í sund á Dalvík 11 ágúst og vorum við mæðgurnar að gera okkur klárar og eins og lög gera ráð fyrir að þegar maður er á ferðalagi þá er maður með allt með sér í einni snyrtitösku. Við erum að græja okkur og loka hnykkurinn var að greiða Sunnu skotti. Allt okkar hafurtask var sett í pokann sem við komum með inn og þar með talið snyrtitaskan góða svo snéri ég mér við og greiddi skottinu mínu og fórum út.

Þegar komið var á næsta svefnstað sem í þetta skiptið var Akureyri ætlaði ég að sækja snyrtitöskuna mína út í bíl en greip í tómt. Ég panikka því þarna voru lyfin mín sem eru mér lífsnauðsynleg og Stefán minn hristir hausinn og sagði mér að ég finni ekki neitt þó það væri fyrir augunum á mér. Hann trimmar út og leitar af töskunni en finnur ekkert!!

Við hringjum í Dalvíkurlaug en þar var búið að loka svo það var beðið þar til opnaði og hringt aftur en ekkert fannst. Töskunni var bara einfaldlega STOLIÐ af mér fyrir framan augun á mér! Ótrúlegt hvað fólk leggst lágt.

Í töskunni voru dýr efni ásamt skartgripum og lyfjunum mínum sem ég VARÐ að fá. Þau eru forsenda fyrir því að ég þjáist ekki af verkjum og geti sofið og til að toppa það, þá var ég ný búin að sækja skammtinn minn svo lyfseðillinn gilti ekki strax! Ég lét senda eftir neyðarbirgðum heim og vinkona mín kom með þau norður en því miður er hver dagur sem ég missi úr er ég heila viku að jafna mig.

Ég fór og reddaði 3 hlutum sem ég missti úr töskunni og kostaði það...já bara þessir 3 hlutir litlar 23.000 og þá er allt annað eftir. Sennilega er þetta missir upp á 60-70 þúsund ef allt er talið með og fyrir utan vanlíðan sem þetta olli mér.

Til að toppa þetta þá fengum við þær fréttir að náinn ættingi fór til læknis vegna verkja og við nánari rannsókn kom það í ljós að þessi yndislegi ættingi sem ég hef dáð og dýrkað í mörg ár á ekki langt eftir. Það voru tregatár þegar ég kvaddi þessa yndislegu manneskju sennilega í hinsta sinn á spítalanum á sunnudaginn. Held að þetta hafi verið með því erfiðasta sem ég hef gert.

Astminn hefur bara versnað og versnað hjá mér undanfarnar vikur og virðist ekkert duga þó ég "overdosi" á lyfjunum. Aðfaranótt föstudags var svo slæm að ég var mikið að spá í að skrá mig sjálf inn á spítalann....og þegar ég segi að ÉG hafði verið komin á þá niðurstöðu, þá er málið orðið slæmt. Enda náði ég ekki andanum og hélt í alvörunni að þetta yrði mín síðasta nótt!!

Þrákálfurinn ég neitaði að fara á spítalann eða tala við læknana fyrir norðan en pantaði mér bara tíma hjá lækninum mínum strax á mánudag. Ég fer til hans og tjái honum þessar erfiðleika mína og ekkert gerist þegar ég taki lyfin mín og eftir smá skoðun komst hann að því að ég er með bullandi sýkingu í lungunum og enn væri allt stíflað í ennisholunum. Hann skrifaði upp á sterk sýklalyf og sagði jafnframt við mig að ég gæti átt erfitt með svefn. Það fannst mér ekki eins sniðugt þar sem ég á í vandræðum með hann nú þegar. Tók samt sem áður lyfin því ég er algjörlega orkulaus sökum andþrengsla og get mig hvergi hrært.

Gettu hvað....klukkan er langt gengin í 4 að nóttu og ég er gjörsamlega andvaka. Endaði á að grípa Melatonin sem er léttvæg svefnlyf!! (Virðist samt duga skammt á meðan ég er í þessu ástandi)

Hér er svo mynd af 2 af 4 gullmolunum mínum við veiðar í Hörgá á Akureyri klukkan 8 að morgni.

pabbinn kennir dótturinni tökin

pabbinn kennir dótturinni tökin á stönginni

upprennandi veiðimaður

með hönd á mjöðm og mjög afslöppuð

sætust

Sætust

hörgá

Bægisárhylur

útsýni

Fallegt útsýni yfir Bægisárhylinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig, ömulegt að lenda í svona. Man hvað ég var fúl, komin 40 vikur á leið þegar uppáhalds ecco sandölunum mínum var stolið af mér í sundi og ég fór berfætt heim. Vona að þér batni fljótt.

Sóley (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.8.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ömurlegt þegar svona gerist, og hver vill nota annarra manna snyrtivörur??? Það liggja sko miklir peningar í snyrtivörum okkar kvenna og yrði heldur dýrt að þurfa að endurnýja allt saman á einu bretti.....

Gangi þér vel með sýkilinn og svefninn

Lilja G. Bolladóttir, 21.8.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband