29.11.2006 | 22:16
....voða fallegt hrokkið hár, hettan rauð og kjóllinn blár
Þetta er nú meira "sældar" lífið að vera með hálsbólgu og kvef .....eða þannig. Byrjaði vikuna skemmtilega á því að mæta í skólann hálf úldinn. Keyrði fyrst Loga og Guðrúnu í skóla/leikskóla og fór svo í skólann. Entist í einn tíma og skreið svo heim hund þreytt og slöpp. Svaf frá mér daginn í orðsins fyllstu merkingu. Þriðjudaginn hætti ég við að fara í skólann, ákvað að ná úr mér mesta sleninu áður en ég færi af stað til að enda ekki í lungnabólgu eða öðru skemmtilegu. Átti að mæta í eitt stykki lokapróf á fimmtudeginum en sendi kennaranum meil og sömdum um að ég fengi að taka það á fimmtudaginn. Ekki að ég fengi að sleppa prófinu.....ónei . Er aðeins skárri í dag en betur má ef duga skal .
Lokaprófin nálgast óðum og er maður að verða nett stressaður fyrir þeim. Byrja á mánudaginn á eðlisfræðinni og svo miðvikudagur á 4003 stærðfræðinni og svo enska á föstudaginn. svo er pása fram á þriðjudag en þá er það 5003 stærðfræðin og svo loks 15 des er 4103 stærðfræðin...... var einhver að segja að ég væri í mörgum stærðfræði áföngum??????????? NEEEEEEH....held ekki
Anna Þórunn vinkona var út í Bretlandi og þar fann hún engan smá kjól á litlu dömuna mína. Fékk mms frá henni með mynd og alles. Ekkert smá flottur
Helga með kjólamaníuna kveður að sinni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.