22.8.2008 | 11:24
100% hækkun á 3 mánuðum!!
Mér finnst þessi hækkun í þjóðfélaginu komin út í öfgar. Ég hef EKKERT vit á því hvað hefur hækkað svona mikið eða hvað olli þessari hækkun annað en gengið og verðbólgan. Ég á samt sem áður erfitt með að trúa því að það sé 100% hækkun á sumum vörutegundum því ég hef verslað dálítið af netinu erlendis frá og hef orðið vör við hækkunina en EKKI 100%!!!!!
Í maí sótti ég lyfin fyrir Dísina mína og þurfti ég að reiða fram rúmar 8.000,-. Þetta eru lyf sem hún hefur verið á í mörg ár og sér ekki í endann á því enn.
Í júní sótti ég sömu lyfin og þurfti ég að reiða fram rúmar 9.000,-
Í júlí sótti ég sömu lyfin og þurfti ég að reiða fram rúmar 14.000,-
Í gær sótti ég svo aftur lyfin og þá kosta þau mig nákvæmlega 16.002,-
Þetta þýðir nákvæmlega 100% hækkun á 3 mánuðum!!!
Ef einhver getur skýrt út þessa hækkun fyrir mér yrði ég mjög ánægð. Ég er allavega lítið ánægð yfir því að þetta hækki svo mikið að maður fer að hugsa hvort það sé ekki smááá möguleiki á að sleppa lyfjunum. Því miður er það ekki möguleiki.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Ég sæki stundum lyf fyrir mömmu gömlu, lyf sem kostuðu rétt rúmlega 4000 eru núna á tæplega 8000.
Íslendingar eru íslendingum verstir
DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 11:31
Nú veit ég ekkert hvar þú kaupir lyfin fyrir Dísina en ath hjá Lyfjaver Suðurlandsbraut hvaða kjör þeir geta boðið þér. Þeir eru oft ódýrari en aðrir:)
Gangi ykkur vel.
Ég (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:10
Jajernahér - þetta er nú engin eðlileg hækkun. Það væri gaman að heyra útskýringar á þessu. Tek undin þetta með Lyfjaver, hef heyrt að það sé lang ódýrast (sem betur fer þarf ég ekki að kaupa mikið af lyfjum)
Eigðu góða helgi - Áfram Ísland
Gúnna, 22.8.2008 kl. 22:33
Þetta er gjörsamlega óþolandi, það er allt búið að hækka svo mikið. Skil pirring þinn mjög vel.
Sóley (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.