. - Hausmynd

.

Hættu að gráta og vaska upp um leið, sérðu ekki að þetta er breytingaskeið?

Þetta er með mínum uppáhaldslögum í dag. Ferlega fyndinn textinn við þetta.

Annars finnst litla "unglingnum" mínum hún vera orðin svo ótrúlega stór að vera byrjuð í skóla að það hálfa væri meira en hellingur!!

Hún kom heim úr skólanum og ég fór að spyrja hana hvað hún hafi bardúsað í skólanum og þá kom svarið: "ekkert....við vorum bara að leika okkur....ég fékk EKKERT að reikna. Hvenær fáum við eiginlega að reikna?"

Svo lærði hún leikinn "Frúin í Hamborg" og tjáði mér það að hún væri orðin ÓTRÚLEGA góð í leiknum og vildi ENDILEGA "kenna" mér hann og sýna mér hvernig þetta er gert.

Í fyrstu lotu spurði hún mig hvað ég gerði við peningana en svo þegar ég varð aldrei úr fór henni að leiðast svo ég sagðist ætla að taka við og spyrja hana. Hún spenntist upp og var alveg til og ég byrjaði.

mamma: Hvað gerðir þú við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?

Sunna: ég keypti mér hest.

mamma: vá...en gaman...var hann þá ekki svartur?

Sunna: (hneyksluð) NEI MAMMA...hann var brúnn...

Ég hló dátt að þessu og benti henni á mistökin. Hún þráaðist við og sagði þetta vera svona til að sýna mér hvernig þetta væri gert og bað mig um að spyrja sig aftur. Ég sættist á það.

mamma: Hvað gerðir þú við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér?

Sunna: Keypti mér hund

mamma: oooo...var hann ekki fallegur?

Sunna: (á innsoginu) JÚÚÚÚ

Enn hló ég dátt að mistökunum og þá sagðist hún ekki fíla þennan leik og vildi ekki vera með mér lengur í honum.

Við sættumst samt aftur en í leikinn vill hún ekki fara með mér. Hinsvegar fer hún í leikinn með vinkonu sinni og það er yndislegt að hlusta á þær leika sér....ég get endalaust hlegið að þeim. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Hahaha skemmtileg færsla. Ég samsama mig sko vel þessum kringumstæðum með Hamborgarfrúnni.

Nú er reyndar annar leikur mjög vinsæll hjá minni 8 ára og það er Hver er maðurinn? Stundum er hún búin að upphugsa einhverja ótrúlega teiknimynda- eða kvikmyndapersónu -og maður stendur alveg á gati.

Æskan er yndiskleg

Gúnna, 30.8.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Skemmtileg færsla.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvittknús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband