3.9.2008 | 10:56
HÆ....ég er Brúsi!
Munið þið ekki eftir honum Brúsa í leitinni að Nemó?
Mér leið eins og Brúsa í gær þegar hann fann lyktina af blóðinu og umturnaðist!!
Ég hef verið í kolvetna-banni, þ.e. ég borða ekki brauð eða neitt sem inniheldur sykur. Ákveðnar tegundir af hrökkbrauði eru einnig á bannlista hjá mér.
Ég vissi að þetta yrði erfitt þar sem mér finnst brauð ótrúlega gott....og ég tala nú ekki um ný-bakað og ilmandi. Einu sinni í viku leyfi ég mér þann munað að fá mér eina brauðsneið. Þegar þessi ákveðni vikudagur rennur upp get ég ekki hugsað mér að setja bara eina tegund af áleggi á brauðið mitt svo ég skipti því niður í 4 parta og set sitt hvort áleggið á hvern partinn.
Í gær ákvað ég að smyrja nesti fyrir yngstu dömuna mína og ég opnaði brauðpokann sem ég hafði keypt fyrr um daginn og upp úr pokanum gaus þessi líka rosalega góða brauðlykt. Ég fann hvernig blóðið þeyttist um æðarnar, nasavængirnir þöndust út, augasteinarnir urðu svartir, andlitið dofnaði af ilminum. Skyndilega rankaði ég við mér þar sem ég hélt á brauðinu og var að setja það upp í mig!
Ég átti í harðri baráttu við sjálfan mig og reyndi allt hvað ég gat til að standast freistinguna. Ég smurði brauðið en ég fann að ef litli púkinn hægramegin á öxlinni hefði verið örlítið sterkari en engillinn á vinstri öxlinni hefði þessi sneið ekki endað í nestisboxinu hjá barninu!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.