. - Hausmynd

.

Harka, Parka, inn skal arka

Við hjónin fórum með litla skottið á leikritið Skilaboðaskjóðuna. Ég hef nú farið á flestar barnasýningarnar sem hafa verið sýndar og er þessi sennilega sú slakasta sem við höfum farið á. Ég get kannski ekki sagt að þetta hafi verið leiðinlegt en það jaðraði við það. Meira að segja Stefán var farinn að dotta yfir þessu og ég get svo svarið fyrir það að Óli Lokbrá var kominn yfir mig líka. Sunnu fannst þetta hinsvegar hin mesta skemmtun.

Næstu helgi fara stóru systurnar saman á Ástin er diskó og lífið er pönk. Verður fróðlegt að vita hvernig þeim líkar það.

Annars var helgin mjög skemmtileg hjá okkur. Helena vinkona kom til okkar ásamt sínum þremur grísum sem var bara gaman. Heimilið mitt einkenndist af barnaheimili því það var oft mikið fjör. Skruppum í smá verslunarleiðangur sem endaði með því að Helena (ekki ég sko Halo) missti sig í innkaupunum. Annars átti hún orð ársins og ég er enn að hlæja að því. Hún býr fyrir norðan og hefur ekki komið í dálítinn tíma og var að spyrja út í verslunarmiðstöð sem hún mundi ekki hvað hét. Eftir nokkur hik fann hún orðið; "Æji...sko þessi nýja sem var verið að opna, já, það er k....k....k....kr....kr....JÁ...KREPPUTORG" Ég leit á hana og barðist við að skella ekki uppúr en allt kom fyrir ekki, ég bókstaflega andaðist úr hlátri þegar hún áttaði sig á mistökunum. Korputorg er þetta víst....en í mínum huga er þetta ekkert annað en Krepputorg.

Við reyndar fórum ekki þangað svo það er víst engin kreppa hjá okkur Joyful

Á sunnudagskvöldinu buðum við svo yndislegum hjónum í mat ásamt afa í Sunnuhlíð. Kvöldið var mjög ljúft og var gaman að fá þau til okkar. Vil svo sannarlega fá þau aftur og oftar. Wink

Er orðin hund-leið á þessu verkjaveseni á mér en ég áttaði mig á því allt í einu að þeim mun kaldari sem verður, verri verð ég! Þetta voru ekki góðar fréttir svo nú leita ég lifandi ljósi að nálastungu sérfræðingi, ég bara verð að fá þessa öxl, hendi og bak í lag....eigi síðar en í gær...eða fyrr! GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband