29.10.2008 | 16:01
í dag, þriðjudaginn 28. október.....
...vaknaði ég og fór í sturtu, klæddi mig, fann föt á Sunnu, Dísin gaf henni að borða á meðan ég kláraði mín morgunverk. Eftir morgunmatinn og þegar allir voru klæddir lét ég stelpuna lesa þar sem það gleymdist í gærkvöldi og kvittaði í bókina hennar með stöfunum "þri 28.okt - mamma"
Nú þar sem var þriðjudagur þá sleppti ég því að láta hana með leikfimisföt í skólann því það er leikfimi á mán-, mið- og föstudögum og í dag var þriðjudagur. Skutlaði krökkunum í skólann og skundaði í vinnuna.
Kláraði daginn í vinnunni og þá var komið að þvi að skila skýrslu fyrir daginn í dag en áttaði mig á því að það voru mistök í skýrslunni frá því í gær. Ég varð að finna út úr því áður en ég færi heim en samkvæmt skýrslunni hafði ég fyllt út fyrir daginn í dag (þriðjudag) í gær! Eftir langa umhugsun spurði ég bossinn minn hvort það væri ekki örugglega þriðjudagur í dag en svarið innan úr skrifstofunni var einfalt. "Nei, Helga mín, það er miðvikudagur"
Ég gat ekki trúað því og leit á dagatalið enn einusinni, kíkti í dagbókina á símanum, fór á netið, athugaði klukkuna á tölvunni og allt benti til þess að ég hafi ekki verið á réttum degi. Þetta minnti einna helst á myndina Groundhog Day (1993) með Bill Murray í aðalhlutverkum.
allavega uppgötvaði ég það að ég hafði ekki sent barnið með leikfimidót í skólann svo nú hlýt ég að fá titilinn "kærulaus móðir"
Hvað sem því líður þá breyttist dagurinn hjá mér í miðvikudaginn 29. október, kl 14:00. Spurning um hvaða tíma-zone ég er á!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.