. - Hausmynd

.

Öll heimsins bílastæði fyrir fatlaða í Kringlunni

Ég og Sunna litla fórum til Ömmu og afa á Hrafnistu með því hugarfari að fara með þau út og leyfa þeim að sjá og upplifa jólaljósin. Bauð þeim með okkur í Kringluna að labba um og skoða mannlífið og flóruna sem þar er. Þau voru afskaplega ánægð með að fá að komast aðeins út.

Hjólastólnum hans afa var troðið í skottið, fatla-merkið sett í gluggann til að geta lagt bílnum í fatla-stæði því ekki gengur upp að fara með bílinn í venjulegt stæði og reyna að veiða gamla manninn út úr bílnum og í stólinn!!! og ekki síst ég með mitt bak og mína öxl...nei...held ekki.

Skunduðum sem leið lá í Kringluna og brosið af þeim gömlu fór aldrei af. Svo ánægð að losna út af elliheimilinu.

Þegar við komum í Kringluna sá ég skilti þar sem stóð laust og ákvað að veðja á það plan. Ekki gengur heldur að rúnta með hjólastólinn í snjó svo ég forðaðist að fara á efra planið. Ég uppgötvaði það að annað hvort eru örfá fatlastæði í Kringlunni eða þau eru fjölmörg en bara öll upptekin! Ég vildi nú ekki gefa mig svo auðveldlega svo ég ákvað að rúnta um á ÖLL plönin og allt kom fyrir ekkert. Eitt og eitt stæði var laust en þá þurfti ég að troða mér inn í þau og það var bara því miður ekki að ganga upp. Ég var orðin gröm á að finna stæði en endaði á að finna tvö samliggjandi stæði á neðri bílakjallara en þar var sá gallinn og ástæðan fyrir því að þau voru ekki farin var einfaldlega að þar var djúpur POLLUR!!!! Dísess hvað ég varð pirruð yfir þessu. Endaði nú SAMT sem áður á að leggja þarna og vaða fja(/&%$ pollinn. Kom þeim gamla fyrir í stólnum og vorkenndi ömmu að þurfa að skíta út fínu skóna sína í þessum ljóta polli.

Í pirringskastinu mínu ákvað ég að skoða hvort allir þessir fötluðu bílar væru með merki sem sýndi það og sannaði þeirra veru í þessum tilteknu stæðum. Veistu....þetta kom kannski ekki á óvart...en vissulega kom þetta SAMT á óvart að það var kannski ekki nema 15-20% þessara bíla "löglegir"

Ég hef ALDREI....sagt og skrifað ALDREI lagst svo lágt að leggja í fatla-stæði og ekki vera með erindið í það. Einu sinni lagði ég í fatla stæði án merkis og var ég með svo mikið samviskubit yfir því að ég hélt ég myndi deyja yfir því. Samt var ég "lögleg" að því leitinu til að ég var með afa í hjólastólnum.

Ég vil hvetja ALLA þá sem leggja í þessi stæði án þess að þurfa þess að breyta því hið snarasta og finna sér stæði örlítið lengra frá. Það kostar ekkert og jafnvel bætir það bara heilsuna að labba örlítið því það er jú löngu sannað að við notum bílinn allt of mikið.

Hætt að tuða....ætla að REYNA að láta þetta ekki fara svona í skapið á mér....en það gengur erfiðlega!!!

Afi var svo sáttur við lífið og tilveruna að hann lék á alls oddi. Gantaðist við alla þá sem gengu framhjá hvort sem það voru stórir sem smáir. Flestir tóku þessu gríni hans vel. Það er ekki slæmt að vera kominn langt á áttræðisaldur og vera með húmorinn í lagi.

Auðvitað varð afi svo svangur og heimtaði lambasteik. Það voru góð ráð dýr að finna svoleiðis munað í Kringlunni. Enduðum inn á Café Blu þar sem var ótrúlega vel tekið á móti okkur og þjónustan til fyrirmyndar. Þar pöntuðum við okkur frábæran mat á bara mjög sanngjörnu verði. Hef aldrei borðað þarna áður en ég er sannfærð um það að þarna fer ég aftur.

Gömlu hjónin fóru södd og al-sæl heim á Hrafnistu og meira að segja afi búinn að kaupa æðislega jólagjöf handa ömmu. Lofaði þeim að ég kæmi fljótlega aftur og tæki þau í annan bíltúr fljótlega.

Það gefur lífinu lit að geta glatt aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt, frábært hjá þér að drífa þau út í mannlífið. Veit ekki hvort ég þori að byrja að ræða um fólkið sem leggur í bláu stæðin með engan miða í rúðu.........

Sóley (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott færsla ...

Ég þori ekki heldur að ræða um þetta #!!% sem leggja í bláu stæðin.. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 10:22

3 Smámynd:

Gaman að lesa þetta Helga mín. Já það er þarft umræðuefni þetta með bílastæði fyrir fatlaða.

Það hefur alltaf verið stutt í húmorinn hjá honum afa þínum og dásamlegt að hann skuli haldast þrátt fyrir aldurinn og því sem hann fylgir.

kveðja

, 9.12.2008 kl. 11:00

4 identicon

Ég lenti einu sinn í þessu sama í Kringlunni, var með afa þinn og við vorum að kaupa þessa tölvu sem ég er að nota núna í BT, Ég varð að leggja  upp á efra plani og þegar við vorum að fara út með tölvuna var afgreiðslumaðurinn svo almennilegur að hann gekk með okkur út að bílnum með tölvuna svo afi þinn þyrfti ekki að halda á henni í hjólastólum.

Rósa Guðrún Linnet (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband