29.12.2008 | 11:49
Hið ljúfa líf
Síðustu dagar hafa verið mjög ljúfir. Við áttum notalegt aðfangadagskvöld og góðan eftirrétt....aðalrétturinn klikkaði svo um munaði!
Keyptum okkur úrbeinaðan lambahrygg sem var búið að setja fyllingu í og troða í net. Leit rosalega vel út en eitthvað var lyktin skrítin þegar þetta var farið að hitna í ofninum. Keyptum þetta 23. des svo þetta gat ekki verið ónýtt.
Eldaði þetta samviskusamlega og bar svo á borð og ekki skánaði lyktin þegar þetta var full eldað. og enn síður skánaði bragðið!!!
Kjötið var bæði skemmt og með þráabragði. Bara viðbjóður. Enduðum á því að borða eftirréttinn og láta þar við sitja. Ætlaði samt ekki að láta verslunina komast upp með þetta svo ég geymdi pakkningarnar en varð að henda kjötinu og koma því út í tunnu. Svo slæm var lyktin.
Skruppum svo norður annan í jólum og hringdi svo í verslunina á laugardeginum og talaði við verslunarstjórann. Held að niðurstaðan verði ágæt því þeir ætla að bæta þetta eitthvað upp. Eins gott því þegar maður er búinn að elda á aðfangadagskvöldi er ekki beinlínis hægt að stökkva út í búð til að redda nýju kjöti!!
Sem betur fer gerist svona ekki oft. Það verður bara þeim mun betra á gamlársdag.
Fór með gamalli vinkonu á rúntinn í gær að taka myndir. Hér eru svo nokkrar ágætar.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Við erum ennþá í fullum gangi
- Hraunflæði ógnar innviðum við Svartsengi
- Aðhald nægilegt þrátt fyrir 70 milljarða halla
- Verulegur framgangur og fjölmiðlabann í deilunni
- Ekki fylgst með hvort sömu aðilar séu ítrekað brunavaldar
- Sér ekki fyrir endann á gosinu: Nei, nei
- Starfið algjör forréttindi
- Gengið vel að verja rafmagnsmastrið
Erlent
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
Athugasemdir
Gleðileg jól Helga og fjölskylda.
Leiðinlegt að heyra með matinn á aðfangadag, ömulegt að lenda í þessu.
Fallegar myndir hjá þér. Sjáumst á nýja árinu.
kv. Sóley
Sóley (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.