. - Hausmynd

.

Hið ljúfa líf

Síðustu dagar hafa verið mjög ljúfir. Við áttum notalegt aðfangadagskvöld og góðan eftirrétt....aðalrétturinn klikkaði svo um munaði! Shocking

Keyptum okkur úrbeinaðan lambahrygg sem var búið að setja fyllingu í og troða í net. Leit rosalega vel út en eitthvað var lyktin skrítin þegar þetta var farið að hitna í ofninum. Keyptum þetta 23. des svo þetta gat ekki verið ónýtt. Pouty

Eldaði þetta samviskusamlega og bar svo á borð og ekki skánaði lyktin þegar þetta var full eldað. og enn síður skánaði bragðið!!! GetLost

Kjötið var bæði skemmt og með þráabragði. Bara viðbjóður. Enduðum á því að borða eftirréttinn og láta þar við sitja. Ætlaði samt ekki að láta verslunina komast upp með þetta svo ég geymdi pakkningarnar en varð að henda kjötinu og koma því út í tunnu. Svo slæm var lyktin. Sick

Skruppum svo norður annan í jólum og hringdi svo í verslunina á laugardeginum og talaði við verslunarstjórann. Held að niðurstaðan verði ágæt því þeir ætla að bæta þetta eitthvað upp. Eins gott því þegar maður er búinn að elda á aðfangadagskvöldi er ekki beinlínis hægt að stökkva út í búð til að redda nýju kjöti!!

Sem betur fer gerist svona ekki oft. Það verður bara þeim mun betra á gamlársdag. Smile

Fór með gamalli vinkonu á rúntinn í gær að taka myndir. Hér eru svo nokkrar ágætar.

akureyri-7
akureyri-4
akureyri-5
akureyri-3-2
akureyri-2-3
akureyri-6

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól Helga og fjölskylda.

Leiðinlegt að heyra með matinn á aðfangadag, ömulegt að lenda í þessu. 

Fallegar myndir hjá þér. Sjáumst á nýja árinu.

kv. Sóley

Sóley (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

hin fagra

Helga Linnet
Helga Linnet

sú eina sanna

Slakaðu á og njóttu lífsins, þú munt aldrei lifa þennan dag aftur

Smelltu á þetta...

vinsældarlistinn

smá könnun

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

31 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband