24.1.2009 | 17:29
Quality moment
Litla systir (4.ára) hefur verið hjá okkur síðan á fimmtudag. Hún á margar gullnar setningar og er mjög skemmtilegur krakki. Sunna og Guðrún ná vel saman þrátt fyrir aldursmun en það virðist ekki skipta máli.
Í gær vildi Guðrún fara í tölvuna á meðan Sunna væri í afmæli hjá vinkonu sinni og sat ég með mína tölvu í fanginu og sagði við hana að hún verði að fara í stóru tölvuna í horninu. (Það er borðtölva) Hún jánkaði því og hljóp inn í horn. Skömmu síðar kemur hún alveg niðurbrotin og segist ekki geta farið í stóru tölvuna. Hún er svo þung að hún geti ekki loftað henni!!! Ég er náttúrulega svo mikill púki að ég skelli hló yfir þessu.
Guðrún er af þeirri kynslóð að spurning hvort hún muni þegar hún verði eldri hvernig borðtölvur líti út!?!
Annars höfum við ÓH frænka verið að gera tilraunir í macro-stúdíóinu okkar. Höfum átt alveg yndislegar stundir saman.
Það er gríðarlegt magn af myndum á flickr síðunni minni fyrir þá sem hafa áhuga
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
249 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
guðrún alda er best!
Viktoría Rós Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.