20.2.2009 | 12:36
Maddama, kelling, fröken, frú
Ég held að litla gerpið mitt sé allt ofantalið!
Á miðvikudaginn var spilavist í skólanum hjá Söndru Dís. Foreldrum var boðið svo ég dró ÓH frænku með mér þar sem Stefán minn fær grænar bólur við tilhugsunina "að spila".
Eftir spilið var tilkynnt að krakkarnir þyrftu ekki að mæta fyrr en kl 9 morguninn eftir.
Á fimmtudagsmorgninum fer ég með litlu skotturnar Sunnu og Fanney vinkonu hennar í skólann. Fanney var með skólatöskuna sína á bakinu og hélt á íþróttatöskunni sinni. kellingin mín hélt á sinni tösku út í bíl og þar spenntu þær sig í belti.
Þegar við vorum komnar fyrir utan skólann þá uppgötvaði Sunna að Sandra Dís var ekki með í bílnum og sagði voða pirruð: "Oooh...er Sandra Dís ekki! Hver á ÞÁ að halda á töskunni minni?"
Ég svaraði henni að Fanney gæti alveg gripið töskuna á meðan hún væri að koma sér út úr bílnum. Fanney tók vel í þá hugmynd og endurtók að hún gæti sko vel hjálpað Sunnu.
Þær klöngrast út úr bílnum og ég sé þar sem Fanney rogaðist með töskuna hennar Sunnu sem var með leikfimistöskunni líka áfasta við og Sunna skoppar út úr bílnum, hæst ánægð með þessa hjálp vinkonu sinnar.
Þær loka bílnum og ég horfði á eftir þeim og trúði ekki mínum eigin augum....Sunna lét vinkonu sína halda á töskunni sinni ALLA LEIÐ INN Í SKÓLANN!!!
Þetta kom svosem ekki á óvart hjá mínu ráðskonurassgati. Ég gat samt ekki annað en brosað út í annað við að sjá mína maddömu strunsa á undan vinkonu sinni og Fanney rogaðist á eftir með 2 skólatöskur af stærri gerðinni (miðað við smáa líkama) og 2 íþróttatöskur. Þetta heitir líklega að hafa ráðskonu með sér!
Í morgun þurfti Stefán minn svo að fara norður til Akureyrar á flutningabíl og bauð Sunnu með sér til Akureyrar að hitta ömmu og afa. Hún var að vonum mjög spennt fyrir því að fara en litla mömmu stelpan á voðalega erfitt með að kveðja mömmu sína. Hún barðist við tárin þegar ég var að kveðja þau í morgun.
Í gær áttaði ég mig á því að ég verð algjörlega EIN þegar þau fara! Stefán og Sunna fara saman, Sandra Dís fer á Samfés ball og kemur ekki heim fyrr en um kl 1 og Viktorían mín er að fara á ball og kemur venjulega ekki fyrr en undir morgun.
Hvað í veröldinni á maður að gera allt í einu orðin "ein í heiminum"?
Hér eru svo myndir af prinsessunni fara með pabba sínum. Eins og HG vinkona sagði: "hún er eins og títuprjónn við hliðina á þessu ferlíki". Vel orðað
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Athugasemdir
Híhí, góð, hefur hún þetta frá mömmunni eða pabbanum?
Sóley (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 20:14
Yndislegt :=) knús knús á þig elsku frænkan´mín og ljúfar stundir:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.