4.12.2006 | 14:33
réttupphend sem er pirraður! UPPHENDUPPHENDUPPHEND!!
JÁ, það er ÉG....HRIKALEGA pirruð í dag.
Ég er búin að sitja alla helgina og læra undir eðlisfræðiprófið sem var í morgun. Mér hefur gengið alveg ágætlega í eðlisfræðinni í vetur. Fengið ágætis einkunnir og fínerí. En það breytti því ekki að ég þurfti að læra fyrir prófið.....og það vel. Jú, við sátum 3 vinkonurnar og lærðum mjög samviskusamlega. Allavega gekk manni það vel að það örlaði fyrir brosi við tilhugsunina um prófið . Ég ætlaði sko svo sannarlega að hafa tímann fyrir mér í morgun. Ég kom ekki svo seint heim í gær að ég fór snemma í rúmið (þannig lagað séð) og vaknaði á ágætis tíma. átti meira að segja smá "quality moment" með börnunum í morgun . Ætlaði að vera tímanlega þar sem prófið átti að byrja kl 9 og búið 12:45. Ég fer með allt draslið út í bíl í nokkrum "hollum" og spenni Sunnu í bílinn og fer í leikskólann með hana. Jú, allt samkvæmt áætlun. Klukkan er 8:40 og ég er rétt að komast að Smáralindinni þegar ég uppgötva skyndilega að ég er ekki með töskuna mína og þar sem þetta er gagnapróf þá vantaði mig ÖLL gögnin og ALLAR formúlurnar. Það var ekkert annað hægt en að snúa við á staðnum og aka á ILLEGAL ferð heim til að ná í töskuna. Ég var náttúrulega ógeðslega pirruð út í sjálfan mig að hafa tekið töskuna úr bílnum í gær en þar sem eg var að burðast með leikskólatöskuna hennar H.Sunnu fannst mér ég vera búin að taka mína tösku líka. Ég hendist heim í stresskasti dauðans og næ í töskuna og bruna aftur upp í skóla. Auðvitað varð mér gríðarlega flökurt við þetta allt saman, ekki bara að maður væri nett stressaður fyrir prófið almennt séð að þetta bætti það ekki. Ég er svo komin upp í skóla 9:10 og settist í stólinn. Það var um það bil að líða yfir mig, svo þegar ég leit á prófið hugsaði ég með mér : "á hvaða tungumáli ætli þetta próf sé!!!" Ég átti í fullu fangi við að halda mér í sætinu og reyna að halda fókus. Þetta var eitt erfiðasta próf sem ég hef farið í á ævinni. og ég veit það líka fyrir víst að ég er skít-fallin og ef ég fæ 5 út úr þessu prófi þá er það EINGÖNGU vegna þess að kallinn (kennarinn) nennir ekki að hafa mig lengur og gefur mér fimmuna á staðnum . Þetta er ekki beint svona upphefjandi fyrir öll hin prófin sem á eftir eru.
jæja. Þýðir ekki að gráta þetta. Þar sem ég er að útskrifast má ég falla í 2 prófum og fá 3 í öðru þeirra til að mega taka það upp aftur. Svo ég býst við að eyða jólunum í enn meiri lestur .
until the next exam.......
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.