7.12.2006 | 17:27
já, það styttist
Ég fór víst í stærðfæðipróf í gær. Ég er bara því miður EKKI ein af þeim sem les stærðfræði eins og opna bók vildi óska þess samt stundum. En ég sá samt pínu ljósið þegar ég var að læra með vinkonum mínum þeim Addú og Siggu . Addú er náttúrulega bara ENGILL í dulargerfi . Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er ógeðslega erfið þegar kemur að stærðfræðinni og geri ekki annað en að spyrja hana út úr, því hún jú gæti lesið Calculus bókina okkar eins og eina mestu spennusögu sem maður gæti lesið . Ég var samt með niðurgang af stressi fyrir þetta próf þar sem mér fannst ég ekki kunna NEITT.....en...ljósið var á hinum endanum og ég náði að glugga aðeins í það áður en við fórum í prófið. Svo þegar ég skoða prófið í próftímanum og les yfir þetta, færðist hálfgerð ró yfir mig. Þetta var alls ekki LÉTT próf en ótrúlega sanngjarnt próf í alla staði. Þessi kennari er hreint út sagt frábær. Ekki neinar svona "tricky" spurningar, aðeins pínu útúrsnúningar öðru hvoru en ef maður sá við því var þetta ekkert mál . Ég geri mig grein fyrir því að ég dúxaði ekkert í stærðfræðinni en ég dúxaði í henni á minn hátt. Ég á reyndar eftir að fá út úr þessu en ég VEIT að ég náði þessu og rúmlega það (annað en helv eðlisfræðin).
Á morgun fer ég í enskupróf...sem er alveg í lagi....nema nú verða prófdómarar sem spyrja mann spjörunum út úr og maður þarf víst að halda einhvern fyrirlestur á ensku líka fyrir framan prófdómara Ég er bara svo rög og óörugg þegar kemur að þessu...og hvað þá að halda fyrirlestur fyrir framan einhverja gúbba sem ég þekki ekki rass í bala
jæja...ætla að læra e-ð.....ef ég get...er með eina litla hrikalega þreytta litla mömmustelpu
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.