19.12.2006 | 10:42
jólasveinarnir eru víða =o)
Ég bara VERÐ að segja frá því að við hjónaleysin fórum í gær með minnsta skottið og elsta skottið í gleraugnaleiðangur. Ég var búin að skoða á nokkrum stöðum og taka púlsinn á verðinu þar sem maður er þokkalega blankur svona rétt fyrir jólin og Stefán eina fyrirvinnan á þokkalega dýru heimili . Við enduðum svo á að fara í Gleraugnaverslunina Sjónarhól sem er á Reykjavíkurveginum í Hafnarfirði. Þar fundum við voða sæt gleraugu á þessa litlu með einhverskonar "flex" umgjarðir (hentugt fyrir 4 ára gamlan leikskólakrakka) og Viktoría ráfaði um búðina og skoðaði umgjarðir fyrir sig. Eftir frábæra þjónustu, fundu allir það sem þeir leituðu að og var ákveðið að fara og borga brúsann. Tvenn gleraugu voru á borðinu. Mikið rætt um eitt og annað og svo kom að upphæðinni . Óboj.....ég var með kvíðahnút í maganum, vitandi það að gleraugu eru ekki það ódýrasta sem maður kaupir. Jú, viti menn. 18.200kr kostaði "brúsinn" sjálfur. já, þú last rétt....ÁTJÁN ÞÚSUND OG TVÖHUNDRUÐ kostaði allur pakkinn með glerjunum og öllu!!! Svo ætlaði hún að hringja í okkur á hádegi daginn eftir til að fá þær í mátun . Semsagt, einn sólarhringur í bið ef allt gengi upp. Ef þetta heitir ekki að detta í lukkupottinn þá veit ég ekki hvað er að detta í lukkupottinn .
Þau í Sjónarhól frá mitt atkvæði hvað varðar þjónustulund, verð og gæði
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Tenglar
áhugavert
skoða þetta
- Flickr.com myndirnar mínar á flickr
- Margrét frænka Athygliverð stelpa
- Eyrún og Jobbi verkfræðingar með meiru
- Ólöf Helga sæta músin mín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.